Lula sigraði með 50,9% atkvæða

Heimspólitíkin 31. okt 2022

Lula da Silva var kjörinn forseti Brasilíu með 50,9% atkvæða gegn 49,1% atkvæða til Jair Bolsonaro. En þótt munurinn sé lítill í prósentum þá fékk Lula meira en tveimur milljónum fleiri atkvæði. Hann tekur við embætti 1. janúar næstkomandi, tólf árum eftir að hann lét af embætti forseta.

Lula var með yfirburði í norðausturhluta Brasilíu á meðan Bolsonaro fékk fleiri atkvæði í suðurhlutanum, þar með talið í stórborgunum Sao Paulo og Rio de Janeiro.

Sigurvegarinn er brasilíska þjóðin, sagði Lula, í fögnuði eftir að úrslitin lágu fyrir. Hann sagði lýðræðið hafa sigrað og þá samstöðu sem myndaðist um framboð hans, meðal fólks og flokka sem kærðu sig ekki um þróun landsins á síðustu árum.

Kosningin er samt mikill sigur fyrir Lula sem var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir spillingu 2017 en látinn laus úr stofufangelsi eftir úrskurð Hæstaréttar fyrir tveimur árum.

Í byrjun kosningabaráttunnar var Lula um 19 prósentustigum yfir Bolsonaro í könnunum. Munurinn var mun minni í fyrri umferð kosninganna, aðeins 5 prósentustig. Og nú er munurinn innan við tvö. Stuðningsmenn Bolsonaro unnu líka mikilvægt embætti í fylkiskosningum og flokkur hans hefur sterka stöðu á þingi.

Það er því fjarri því að Lula hafi gefið Bolsonaro rothögg með sigrinum í gær.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí