Nýfrjálshyggja Liz Truss varð henni að falli

Heimspólitíkin 20. okt 2022

Liz Truss sagði af sér sem forsætisráðherra rétt í þessu eftir aðeins sex vikur í embætti. Sú stefna sem hún sigraði leiðtogakjörið með varð henni að falli. Nýfrjálshyggjan sem kjarni Íhaldsflokksins valdi er nokkuð sem þjóðin þoldi engan veginn.

Þegar Kwasi Kwarteng fjármálaráðherra kynnti stefnu ríkisstjórnarinnar féll pundið, skuldabréf ríkissjóðs féllu, vextir ruku upp og aðgerðir stjórnarinnar mögnuðu upp efnahagserfiðleika. Lækkun skatta á hin ríku og vaxandi halli á ríkissjóði með loforði um allt myndi reddast seinna meir var erindi sem hinir svokölluðu markaðir vildu ekki heyra, meira að segja þeir hafa misst trú á slíku.

Þessi viðbrögð mögnuðu upp andstöðu við Liz Truss innan þingflokksins, en hún hafði náð kjöri sem leiðtogi flokksins með stuðningi almennra flokksmanna miklu fremur en frammámanna í þingflokknum. Þegar hún myndaði stjórn hafði hún þar aðeins sitt helsta stuðningsfólk og reyndi því lítið til að ná þingflokknum saman. Það hefði mögulega gengið ef allt hefði farið vel með stefnuna, en svo fór alls ekki.

Í þinginu í gær sagðist Truss vera baráttukona, ekki einhver sem gæfist upp. En það síðari gerði hún áðan og tilkynnti þá lendingu í einkar stuttu ávarpi:

Liz Truss mun sitja sem valdalaus forsætisráðherra í viku í viðbót hið minnsta. Íhaldsmenn ætla að reyna að kjósa sér nýjan leiðtoga á mettíma, ætla ekki að leggja það á þjóðina eða flokkinn að fara í gegnum margra vikna ferli eins og gert var í sumar.

Líklegustu eftirmenn Liz Truss eru Jeremy Hunt fjármálaráðherra, Rishi Sunak sem Truss sigraði í leiðtogakjörinu og Boris Johnson. Stuðningsmenn hans hafa efnt til undirskriftarsöfnunar undir slagorðinu: Bring Back Boris.

Samstöðin er gjaldfrjáls vettvangur. Ef þér líkar efnið getur þú eflt Samstöðina með því að gerast félagi í Alþýðufélaginu og þá einskonar áskrifandi. Það kostar aðeins 1.250 kr. á mánuði, en þú mátt borga meira., Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí