Þingmenn komnir í vetrarfrí

Stjórnmál 3. okt 2022

Svokallaðir kjördæmadagar eru nú á Alþingi og engir fundir þar fyrr en á mánudaginn næsta. Síðast voru fundir á Alþingi á fimmtudaginn síðasta. Alþingismenn fá því tíu daga frí með helgunum meðtöldum.

Alþingi var sett 13. september síðastliðinn. Þingið sat því ekki nema í tvær vikur áður en það skall á með fríum.

Þegar þingmenn komu saman 13. september höfðu þeir verið í fríi frá 16. júní eða í rétt tæpa þrjá mánuði.

Reikna má með að þing verði eftir vetrarfríið fram að jólum, en þá tekur við um mánaðarlangt jólafrí þingmanna.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí