Þeir deila fæðingardegi, Þorsteinn Már Baldvinsson forstjóri Samherja, og Vladimir Pútín, forseti Rússlands. Þeir komu báðir í heiminn 7. október 1952 og fagna því sjötíu ára afmæli í dag.
Fögnuðurinn var reyndar minni í Rússlandi en Pútín hafði vonað. Þar ríkir ekki sigurandi eftir hrakfarir rússneska hersins í innrásinni í Úkraínu og Washington Post sagði frá því áðan að háttsettir menn í innsta hring Pútíns hefðu gagnrýnt hann í dag, sakað hann um að draga Rússland inn í stríð sem hann gæti ekki sigrað.
Ekki vitum við hvernig Þorsteinn Már hélt upp á sitt afmæli en það hefur líka gustað um hann eftir að Kveikur afhjúpaði starfshætti Samherja víða um heim; mútur, skattsvik, launaþjófnað og falið fé.
Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Þú getur skráð þig hér: Skráning félaga