Friðrik hjá BHM hrósar Eflingu fyrir kröfugerðina

Verkalýðsmál 1. nóv 2022

„Ég á til með að hrósa Eflingu fyrir skýra og vel fram setta kröfugerð. Eins og við var að búast er áherslan á ríflega krónutöluhækkun launa, sem að þeirra mati gagnast best þorra þeirra umbjóðenda,“ skrifar Friðrik Jónsson formaður BHM á Facebook.

„Að auki er þarna lögð til sérstök framfærsluuppbót, sem mér sýnist einskonar tilbrigði við hagvaxtaraukann sem var hluti af síðustu samningum,“ heldur Friðrik áfram.

Friðrik segir að krafan um samræmingu orlofsréttar á almennum markaði við þann opinbera hvað varðar 30 daga orlofsrétt sé sjálfsögð. Og í samræmi við þá tilhneigingu til samræmingu réttinda milli almenna og opinbera vinnumarkaðarins. Hann segir eðlilegt að sú samræming sé upp á við, það er til réttindaauka en ekki rýrnunar hjá þeim sem gaaf meiri rétt eða hærri laun.

Friðrik bendir einnig á mikilvægi styttingu vinnuvikunnar sem lífsgæðamáls, sem hann segir hárrétt og viðvarandi verkefni. Einnig mikilvægi aðgerða gegn launaþjófnaði og réttindabrotum.

„Hvað varðar launaliðinn, þá endurspeglar sú krafa eðlilega hámarkskröfur og verður athyglisvert að sjá hversu langt frá þessari kröfu samningar lenda,“ skrifar Friðrik.

„Fyrir þau sem horfa á þetta og hugsa strax að þetta sé óraunhæft og út úr kú þá er gott að velta fyrir sér hvað þessar kröfur þýða í kaupmáttaraukningu fyrir einhvern á lægri töxtum Eflingar,“ útskýrir Friðrik. „Að hækka úr 370 þúsundum í 537 þúsund á þremur árum þýðir hækkun upp á 100 þúsund nettó – úr tæplega 300 þúsund útborgað í tæplega 400 þúsund. Um það bil þriðjungs hækkun. Miðað við verðbólguspár er það kannski um 15% aukning kaupmáttar yfir sama tímabil sem er jafnvel lægra en það sem Efling hafði upp úr lífskjarasamningnum.“

„Þessari kaupmáttaraukningu má ná með öðrum hætti,“ skrifar Friðrik, „til dæmis með skattalegum aðgerum s.s. hækkun persónuafsláttar og þannig draga úr þörf á beinni krónutöluhækkun. Slíkt gerist ekki nema í samvinnu og samtali við stjórnvöld, enda ljóst að önnur verkalýðsfélög, þar með talin innan ASÍ, munu ekki sætta sig við krónutöluhækkanir eingöngu.“

„En vel gert Efling,“ endar Friðrik pistilinn, „gangi ykkur vel.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí