Kvótaflokkunum lýst ekki á kvótakerfið

„Ég hef áður fjallað um nauðsyn þess að gera breytingar á kerfinu í sjávarútvegi. Ég hef talað fyrir því að það verði staðfest í stjórnarskrá að fiskurinn í sjónum sé eins og aðrar auðlindir landsins í eigu þjóðarinnar. Ég hef lagt áherslu á það verði að nást sátt um að stærri hluti af ofurhagnaði einstakra fyrirtækja renni til þjóðarinnar,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar á flokksþingi Framsóknar um helgina.

„Orð eru til alls fyrst og tel ég mik­il­vægt nú þegar far­in er af stað um­fangs­mik­il og metnaðarfull stefnu­mót­un í sjáv­ar­út­vegi að í stað þess að ræða stærð ein­stakra hluta eða potta ræðum við um skipt­ingu auðlind­ar­inn­ar í heild. Hvernig auðlind­inni er ráðstafað og hvernig við tryggj­um rétt­læti, hag­kvæmni veiða og þjóðar­hag sem best,“ skrifaði Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra Vg í haust, en hún hefur skipað nokkrar nefndir um kvótakerfið.

Þessir tveir flokkar hafa ásamt Sjálfstæðisflokknum farið með sjávarútvegsmálin svo til allan tímann sem kvótakerfið hefur verið við líði. Kerfið er því sköpunarverk núverandi stjórnarflokka, ekki eitthvað sem þeir koma nú að og vilja breyta.

Kvótakerfið var sett á af ríkisstjórn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks með lögum í desember 1983, en ríkisstjórnin hafði verið mynduð seint í maí það ár. Frá því að sú ríkisstjórn var mynduð eru liðin bráðum fjörutíu ár. Við getum kallað þetta tímabil kvótaárin.

Á þessi tímabili hafa núverandi stjórnarflokkar farið með sjávarútvegsráðuneytið í 38 ár og sjö mánuði. Viðreisn var með þetta ráðuneyti í ellefu mánuði í ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar. 

Sjálfstæðisflokkurinn hefur oftast farið með þennan málaflokk innan kvótatímabilsins eða í 21 ár og tíu mánuði. Það er rúm 55% tímans. Næst kemur Framsókn með 11 ár og sjö mánuði, sem gera rúm 29% tímabilsins. VG hefur farið með sjávarútvegsmálin 5 ár og fjóra mánuði, sem eru rúm 13% tímans.

Samanlagt hafa stjórnarflokkarnir farið með sjávarútvegsmálin í tæplega 98% kvótatímans. Þessir þrír flokkar eru réttnefndir kvótaflokkarnir. Þeir hafa móta kvótakerfið eins og það er, aðrir flokkar hafa ekki komið að því svo nokkru nemi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí