Samherji er stærsta spillingarmál á Íslandi og í Namibíu

„Namibíumál Samherja er stærsta einstaka spillingarmál í Namibíu og á Íslandi,“ segir meðal annars í sameiginlegri yfirlýsing frá Institute for Public Policy Research í Namibía og Transparency International Ísland ásamt stuðning fjölda annarra samtaka í tilefni þess að þrjú ár eru liðin frá birtingu upplýsinga um viðskiptahætti Samherja í Namibíu og víðar.

Áfram segir í yfirlýsingunni: „Verðmæti grunsamlegra viðskipta sem Fjármálaleyniþjónusta Namibíu tengja við starfsemi Samherja eru 95 milljarðar króna. Áhrif vegna málsins á sjávarútveg Namibíu eru skelfileg. Sama má segja um sjávarþorp og svæði sem rænd voru fiskveiðikvóta vegna aðferða Samherja. Namibískur efnahagur er svo sannarlega ekki ósnertur af starfsemi Samherja enda lagði fyrirtækið sig fram við að taka sem mest út úr hagkerfi Namibíu og skilja fátt eftir. Talið er að þúsundir sjómanna Í Namibíu hafi misst vinnuna vegna þess að starfsemi ýtti namibískum fyrirtækjum sem reyndu að spila eftir úthlutunarreglum úr kvótaröðinni. Framganga Samherja mun hafa neikvæð áhrif á lífsgæði komandi kynslóða Namibíu.“

„Þremur árum síðar lifir Samherji og hrærist í refsileysi á sama tíma og byggðir í Namibíu sem gjörningar Samherja hafa bitnað á hafa engar bætur fengið og gerendurnir hafa ekki enn verið dregnir fyrir rétt,“ segir í yfirlýsingunni. „Í Namibíu verða tíu grunaðir dregnir fyrir rétt, þeirra á meðal Bernhard Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra og Sakeus Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra. Aðalríkissaksóknari í Namibíu hefur einnig birt ákærur hendur þriggja yfirmanna Samherja, en engin viðleitni hefur verið sýnd af hálfu íslenskra yfirvalda til þess að framselja þessa menn.

Hér á landi hefur engin formleg ákæra verið lögð fram á hendur íslenskum aðilum málsins. Þess í stað rannsakar lögregla blaðamenn sem segja frá Samherja, grafa undan frelsi fjölmiðla, tjáningarfrelsi og baráttu gegn spillingu. Viðbrögð íslenskra yfirvalda hafa verið kölluð „nánast vandræðaleg“ af Drago Kos, formanni vinnuhóps OECD um mútur í alþjóðlegum viðskiptum.

Í yfirlýsingunni segir að þetta sé fullkomlega óviðunandi og grípa þurfi til frekari aðgerða. Talin eru upp eftirfarandi aðgerðir sem Samherji þurfi að gera:

Samherji verði að samþykkja og greiða skaðabætur ásamt því að gangast undir ferli umbóta. Í því felist mat á mannréttindum og efnahagslegum áhrifum á starfsemi Samherja í Namibíu. Fullar bætur verði greiddar til þeirra sem báru skaða af brotunum til að takast á við sérstök mál í byggðum heimamanna og/eða einstaklinga. Viðskiptavinir, birgjar og meðeigendur Samherja þurfi að endurskoða fyrirkomulag viðskipta við Samherja, sérstaklega með tilliti til umhverfis-, félags og stjórnunarþátta og siðferðislegar skuldbindingar í framboðskeðjunni sem og eðlilegar væntingar almennings um sömu þætti.

Og svo hvað yfirvöld þurfa að gera:

Íslensk stjórnvöld þurfi að taka frumkvæði í sakamálarannsókn og beiti sér gegn spillingu sem framin er af íslenskum borgunum.

Yfirvöld í Namibíu þurfi að gera frekari umbætur á stjórnunarháttum sínum sérstaklega með því að breyta lögum um auðlindir sjávar, sem gerði framgöngu Samherja mögulega, og dragi þá sem ábyrgð bera fyrir rétt eins fljótt og auðið er, þar með talda þá sem framselja þarf frá Íslandi án frekari tafa.

Yfirlýsinguna má finna hér: Samherjaskjölin þriggja ára: Framganga Samherja mun hafa neikvæð áhrif á lífsgæði komandi kynslóða Namibíu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí