Útgönguspár sýna nauman meirihluta Netanyahu

Samkvæmt útgönguspám er líklegast að Benjamin Netanyahu verði enn á ný forsætisráðherra Ísrael með stuðningi harðlínu hægrimanna, zionista og afturhaldssinnaðra heittrúaðra gyðinga. Engar tölur hafa enn verið birtar og úrslitin verða ekki ljós fyrr en síðar í vikunni.

Netanyahu varð fyrsta forsætisráðherra fyrir rúmum aldarfjórðungi, í þrjú ár frá 1996 og sat svo sem forsætisráðherra í tólf ár frá 2009-21. Enginn hefur verið forsætisráðherra lengur í Ísrael og að mörgu leyti hafa ísraelsk stjórnmál snúist um hann. Ríkisstjórnin sem féll fyrir kosningar var t.d. mynduð af flokkum sem áttu ekkert sameiginlegt nema að vilja halda Netanyahu frá völdum.

Með Likud, flokki Netanyahu, eru í bandalagi hans Trúaðir Zíonisar, Torah gyðingar og Shas, flokkur Sephardi-gyðinga. Allt eru þetta últra hægrisinnaðir þjóðernis-trúarflokkar. Miðað við útgönguspár fá flokkarnir 62 þingsæti, bæta samanlagt við sig tíu þingsætum, en 61 þingsæti þarf til að ná meirihluta.

Þótt þetta séu útgönguspárnar er ekki víst að niðurstaðan verði þessi. Fyrir það fyrsta hafa útgönguspár ekki sýnt rétt úrslit, það hefur munað nokkrum þingsætum á þeim og úrslitum kosninga. Þá er arabíski flokkurinn Balad aðeins sjónarmun undir 3,25% þröskuldinum, sem þarf til að fá úthlutað þingmönnum (þessi þröskuldur er heil 5% á Íslandi). Ef Balad nær inn á þing þá missir bandalag Netanyahu meirihlutann.

Samkvæmt útgönguspám eru frjálslyndir og miðjuflokkar með samanlagt 48 þingsæti og flokkar araba með 10 þingsæti. Yesh Atid, borgaralegur frjálslyndur flokkur Yair Lapid forsætisráðherra, vinnur mest á þarna megin, bætir við sig sex þingmönnum á meðan flokkur Benny Gantz varnarmálaráðherra tapar fjórum.

Bæði Verkamannaflokkurinn og Meretz tapa fylgi. Vinstrið er ekki að vinna á í Ísrael.

Myndin er af Söru og Benjamin Netanyahu á kjörstað, en þau hjónin eru bæði margflækt í allskyns spillingar og hneykslismál.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí