Vill að fórnarlömb Íbúðalánasjóðs fái bætur

Þorsteinn Sæmundsson, fyrrum þingmaður, vill að yfirtaka Íbúðalánasjóðs á eignum þúsunda fjölskyldna og síðan sala sjóðsins á þessum eignum, í flestum tilfellum langt undir markaðsvirði, verði rannsökuð. Hann vill að fórnarlömbin, saklaust fólk sem lenti í vanskilum við Hrunið, fái bætur.

Þorsteinn kom að Rauða borðinu og lýst baráttu sinni við að fá upplýsingar um íbúðasöluna upp á yfirborðið. Hann lagði fram nokkrar fyrirspurnir á Alþingi, sem Ásmundur Einar Daðason, þá félagsmálaráðherra, reyndi að verjast með öllum tiltækum ráðum. Á endanum neyddist Ásmundur til að láta undan og lét af hendi takmarkaðar upplýsingar, sem Samstöðin hefur unnið úr á liðnum dögum í umfjöllun sinni um íbúðasöluna miklu.

Ráðherra og sjóðurinn hafi reynt allt til að halda þessum upplýsingum frá almenningi. Þorsteinn segir eins og það sé samantekin ráð valdamikilla afla að fela allt um þessa sögu.

Þorsteinn segist hafa heyrt ótrúlegar sögur fólks sem lent hafi í Íbúðalánasjóði. Hann sagði eina við Rauða borðið, af kornungri dóttur fasteignasala sem keypti íbúð á hrakvirði á nauðungaruppboði fyrir framan nefið á fólki sem ekkert hafði gert af sér annað en að lenda í tímabundnum greiðsluerfiðleikum.

Og sögurnar á hinum endanum eru jafn ótrúlegar, hvernig allskyns fólk náði undir sig þessum eignum frá Íbúðalánasjóði og auðgaðist stórkostlega.

Á sínum tíma reyndi Þorsteinn að vekja athygli fjölmiðla á mikilvægi þeirra gagna sem hann náði að fá birt. En það var án árangurs. Hann furðar sig á áhugaleysi fjölmiðla fyrir þessu máli, sem er risastórt og sertir margar fjölskyldur djúpt.

Þorsteinn vill að þessi sala verði rannsökuð og það fólk sem var beitt órétti eftir Hrunið fái bætur. Margar af þeim fjölskyldum sem misstu allt sitt, allt það sem þeim hafði tekist að leggja fyrir áratugina fyrr Hrun, er enn í fjárhagslegum vanda vegna þessa. Þessar fjölskyldur hröktust úr á leigumarkað þar sem húsnæðiskostnaður er mun hærri en hjá þeim sem eiga húsnæði. Og þær leigja oft af fólkinu sem náðu undir sig eignunum, á svimandi hárri leigu.

Í samtalinu kom fram að Samstöðin hefur mikinn áhuga á að segja þessar sögur. Þau sem misstu íbúðir sínar til Íbúðalánasjóðs og treysta sér til að segja sögu sína eru hvött til að senda skilaboð á ritstjorn@samstodin.is.

Samtalið við Þorstein má sjá og heyra í spilaranum hér að ofan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí