Það hafa aldrei fleiri verið á íslenskum vinnumarkaði. Vinnandi voru 10.580 fleiri í október í ár en í fyrra. Af þessum nýju störfum eru 70% unnin af innflytjendum.
Hér má sjá íslenskan vinnumarkað frá 2005, skipt eftir innflytjendum og fólki með íslenskan bakgrunn.
Þarna sést að fjölgun starfa er að megninu til vegna fjölgunar innflytjenda. Frá október 2005 til sama mánaðar 2022 fjölgaði störfum um tæplega 46 þúsund. Af þeim sinna innflytjendur 22.570 störfum eða 73% nýrra starfa.
Ef yfirfærum þetta yfir á landsframleiðslu getum við sagt að innflytjendur hafi staðið að baki um 1.090 milljörðum króna af þeim 1.500 milljörðum króna sem landsframleiðslan hefur aukist síðan 2005.
Innflytjendur sinntu í október 22,3% allra starfa. Árið 2005 var þetta hlutfall 8,0%. Hlutur innflytjenda á vinnumarkaði er meiri en öll störf sem hafa orðið til síðan 2005. Ef fólk með íslenskan bakgrunn ætti að sinna öllum störfum myndi vinnumarkaðurinn hrökkva sautján ár aftur á bak.