Innflytjendur standa undir 70% nýrra starfa

Það hafa aldrei fleiri verið á íslenskum vinnumarkaði. Vinnandi voru 10.580 fleiri í október í ár en í fyrra. Af þessum nýju störfum eru 70% unnin af innflytjendum.

Hér má sjá íslenskan vinnumarkað frá 2005, skipt eftir innflytjendum og fólki með íslenskan bakgrunn.

Þarna sést að fjölgun starfa er að megninu til vegna fjölgunar innflytjenda. Frá október 2005 til sama mánaðar 2022 fjölgaði störfum um tæplega 46 þúsund. Af þeim sinna innflytjendur 22.570 störfum eða 73% nýrra starfa.

Ef yfirfærum þetta yfir á landsframleiðslu getum við sagt að innflytjendur hafi staðið að baki um 1.090 milljörðum króna af þeim 1.500 milljörðum króna sem landsframleiðslan hefur aukist síðan 2005.

Innflytjendur sinntu í október 22,3% allra starfa. Árið 2005 var þetta hlutfall 8,0%. Hlutur innflytjenda á vinnumarkaði er meiri en öll störf sem hafa orðið til síðan 2005. Ef fólk með íslenskan bakgrunn ætti að sinna öllum störfum myndi vinnumarkaðurinn hrökkva sautján ár aftur á bak.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí