Velsæld er ekki höfð að leiðarljósi

Ríkisfjármál 13. des 2022

Heiður Margrét Björnsdóttir segir í Tímarirti Sameykis að velsæld fólks í íslensku samfélagi hafi ekki verið haft að leiðarljósi í gerð fjáraukalaga ríkisstjórnarinnar, heldur sé einblínt á hagvöxt á hvern einstakling. Hún segir að ákvarðanir ættu alltaf að taka mið af samfélagslegum áhrifum og velsæld allra íbúa en ekki eingöngu fjárhagslegum áhrifum.

„Hér á landi eru umsvif ríkissjóðs og stefna ríkisstjórnarinnar hverju sinni bundin umgjörð sem lög um opinber fjármál skapa. Orðið velsæld kemur hvergi fyrir í þeim lögum, hið sama á raunar við um orðin íbúi eða fólk.“

Heiður segir að út frá sjónarmiði hagfræðinnar ætti alltaf að vera keppikefli stjórnvalda að skapa samfélag þar sem flestir lifa við kjöraðstæður svo þeir geti búið við góðan hag og liðið vel. Ríkisstjórnin þurfi að gera betur.

„Á sama tíma verðum við að hafa metnað til að gera alltaf betur. Staðan nú er sú að gæðum er misskipt, tugir þúsunda heimila eiga erfitt með að ná endum saman, 40 prósent tekjulægstu fjölskyldnanna eiga nánast ekki neitt, við erum ekki að ná loftslagsmarkmiðum okkar og geðheilbrigði ungs fólks hérlendis fer snarversnandi,“ segir Heiður Margrét.

Frétt af vef Sameykis. Hægt er að lesa grein Heiðar hér: Velsæld fyrir alla.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí