Framkvæmdir við Heklureit klipptu á útsendingu Samstöðvarinnar

Innviðir 24. jan 2023

Við niðurrif á Heklureitnum var ljósleiðari klipptur í sundur um hádegisbilið og undir kvöld hafði ekki tekist að koma honum saman. Við þetta féll niður öruggt netsamband Samstöðvarinnar svo útsending dagsins fellur niður. Sanna Reykjavík, Leigjandinn og Rauða borðið verður því ekki sent út og dagskráin frestast til morguns.

Sím- og netkerfi Vodafone féll niður á stóru svæði sem nær yfir hluta af póstnúmerum 104 og 105. Samstöðin er í Bolholtinu og missti ljósleiðarasamband sem nauðsynlegt er til að senda út dagskránna.

Fram eftir degi var talið að viðgerðum yrði lokið fyrir kvöldið en kerfið liggur enn niðri, svo rétt er að gefast upp og reyna aftur á morgun.

Þeim sem vilja horfa á áhugavert efni er bent á að efni Samstöðvarinnar er víða aðgengilegt, t.d. á youtube. Hér er Rauða borðið frá í gær:

Myndin er af húsunum sem voru rifin til að rýma fyrir nýjum á Heklureitnum.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí