Framsókn hrynur í Reykjavík

Maskína mælir fylgi Framsóknar í Reykjavík aðeins 8,2% en flokkurinn fékk 18,7% í borgarstjórnarkosningunum í maí í fyrra. Vel rúmur meirihluta kjósenda flokksins er farinn annað og flokkurinn myndi missa tvo af borgarfulltrúum sínum ef kosið yrði nú.

Fylgi Framsóknar virðist mest færast yfir á Pírata og að einhverju leyti yfir á Samfylkingu. Meirihlutinn myndi halda velli og gott betur því sameiginlegt fylgi flokkanna vex. En valdahlutföll innan meirihlutans breytast umtalsvert. Píratar mælast með 2,5 sinnum meira fylgi en Framsókn og myndi líklega gera kröfu um borgarstjórastólinn út á þá stöðu.

Annars er niðurstaða könnunarinnar þessi (innan sviga er breyting frá kosningunum í fyrra):

Meirihlutinn:
Samfylking: 23,4% (+3,1 prósenta)
Píratar: 20,4% (+8,8 prósentur)
Framsókn: 8,2% (-10,5 prósentur)
Viðreisn: 6,8% (+1,6 prósentur)
Meirihlutinn alls: 58,8% (+3,0 prósentur)

Minnihlutinn:
Sjálfstæðisflokkur: 22,3% (-2,2 prósentur)
Sósíalistar: 9,6% (+1,9 prósentur)
Flokkur fólksins: 3,8% (-0,7 prósentur)
Vg: 3,3% (-0,7 prósentur)
Minnihlutinn alls: 39,0% (-1,7 prósentur)

Miðflokkurinn mælist með 2,2% fylgi en fékk 2,5% í kosningunum og engan mann kjörinn.

Þessi könnun hlýtur að vera reiðarslag fyrir Framsókn. Það er ekki að sjá á könnuninni að kjósendur séu að hafna meirihlutanum, en þeir virðast vera að hafna Framsókn. Frá í vor hafa bæði Píratar og Sósíalistar færst upp fyrir Framsókn, sem í könnuninni er fimmti stærsti flokkurinn í borginni.

Þá er könnunin einnig áhyggjuefni fyrir Vg. Reykjavík ætti að vera höfuðvígi fyrir Vg Katrínar Jakobsdóttur en er það alls ekki. Eini fulltrúi flokksins í borgarstjórn er fallinn samkvæmt þessari könnun.

Borgarfulltrúarnir myndu skiptast svona:

Meirihlutinn:
Samfylking: 6 fulltrúar (+1)
Píratar: 5 fulltrúar (+2)
Framsókn: 2 fulltrúar (-2)
Viðreisn: 1 fulltrúi (óbreytt)
Meirihlutinn alls: 14 fulltrúar (+1)

Minnihlutinn:
Sjálfstæðisflokkur: 6 fulltrúar (óbreytt)
Sósíalistar: 2 fulltrúar (óbreytt)
Flokkur fólksins: 1 fulltrúi (óbreytt)
Vg: enginn fulltrúi (-1)
Minnihlutinn alls: 9 fulltrúar (-1)

Könnunin var gerð í frá 25. nóvember til 2. desember 2022 og voru svarendur 702 talsins.

Myndin er af vef Framsóknar og sýnir forystu flokksins fagna sigri flokksins í sveitarstjórnarkosningunum síðastliðið vor.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí