Feminískar fréttir: Baftahátíðin, bakslag, tíðarvörur og velferð

Kerfislægir kynþáttafordómar á Bafta
„Ef það er brjálsemi að gera það sama aftur og aftur en búast alltaf við annarri niðurstöðu er það kannski æfing í brjáli að horfa aftur og aftur á Bafta hátíðina í Bretlandi og ætlast til þess að maður sjái fjölbreytileika í vinningshópnum.” Svona hefst skoðanagrein Leila Latif í The Guardian í vikunni.Hin ný afstaðna og virðulega Bafta hátíð er árleg verðlaunahátíð Bresku kvikmyndakademíunnar oftast þekkt undir heitinu BAFTA Film Awards þar sem verðlaunaðir eru þeir sem þykja hafa skarað fram úr í greininni þar í landi.

Besti leikarinn árið 2020 Joaquin Phoenix gagnrýndi hátíðina harðlega á sviðinu fyrir skort á fjölbreytileika sér í lagi þegar kæmi að lituðu fólki en eftir að ljóst var að allir tilnefndir væru hvítir sagði hann orðrétt “ Ég held við séum að senda mjög skýr skilaboð til litaðra um að þeir séu ekki velkomnir hingað. Það eru skilaboðin sem við sendum þessu fólki þó það hafi lagt gríðarlega mikið af mörkum til greinarinnar og bransans og við höfum notið góðs af”.

Framkvæmdastjóri hátíðarinnar Krishnendu Majumdar tók gagnrýnina til sín og tilkynnti í kjölfarið um breyttar reglur í kosningakerfinu og félagsaðild og setti sér markmið um 50-50 kynjakvóta í félagsaðild, 20% úr minnihlutahópum, 12 úr hópi fatlaðs fólks og 10% úr LGBTQI samfélaginu fyrir árið 2025.

Á meðan litið var fram hjá vinnu leikstjórans Gina Prince-Bythewood og leikaranna Viola Davis og Danielle Deadwyler á tilnefningum Óskars akademíunnar nýlega virtist Bafta þekkjast hana. Mikið var gert úr komu Davis þar á rauða dregilinn í glitrandi fjólublárri skikkju og skartinu sem prýddi Michelle Yeoh. Angela Bassett vakti athygli sem og Ke Huy Quan og kvöldið virtist ætla að sýna Óskarshátíðinni hvers hún fór á mis við.

„Hvað gerðist svo eiginlega?” spyr Latif. „Hvernig enduðum við með hópmyndir af brosandi vinningshöfunum í öllum miðlum og eina litaða manneskjan á myndinni var Bafta kynnirinn Alison Hammond – engin Davis, né Yeoh, né Bassett?

Fyrsta hugsunin var þó að kannski hefðu engin mistök átt sér stað. Það var endalaust hægt að rökræða um hvaða myndir hefðu átt að vinna og hvað leikarar túlkuðu best hvaða hlutverk en þegar allt kemur til alls er það ástand samfélagsins sem stýrir því huglæga mati sem á sér stað við valið og það á ekki bara við um Bafta-kjósendur heldur breska kvikmyndaiðnaðinn sjálfan” segir Latif.

Árið 2023 virðist bresk kvikmyndagerð enn vera ónæm fyrir breytingum og segir hún auma af bestu kvikmyndagerðarmönnum landsins, eins og Terence Davies og Joanna Hogg, vera hunsaða af kostgæfni af kjósendum Bafta. Sama megi segja um bresku svörtu leikstjórana Menelik Shabazz, Horace Ové og Ngozi Onwurah.

Þrátt fyrir allar meintar framfarir að undanförnu segir Latif að breska kvikmyndastofnunin virðist enn vera sátt við að endurskapa og verðlauna aðeins dæmigerðustu og einföldustu kvikmyndagerðina: kvikmyndir frá síðari heimsstyrjöld, tímabilsdramamyndir og ævisögur. Þar af leiðandi skipti þessi virtu verðlaun litlu máli nema sem undanfari Óskarsverðlaunanna.

Pistlahöfundur vitnas svo í Steve McQueen og segir „Jafnvel Steve McQueen, sem hefur leikstýrt tveimur Bafta verðlaunakvikmyndum í þessum dúr, varaði við hættunni af þessari nálgun árið 2020 og sagði: „Ef Bafta styðja ekki breska hæfileika, fólkið sem er að ná árangri í greininni, þá skil ég ekki til hvers þú ert þarna.“

Þá segir hún að vel hafi verið hægt að fagna vinningshafanum Barry Keoghan, sem ólst upp í fóstri, en hann vann fyrir besta aukaleikarinn í iðnaði þar sem erfitt er að ná árangri án fjölskyldutengsla eða kynslóðaauðs. Einnig hinsegin leikstjóranum Charlotte Wells sem vann framúrskarandi frumraun fyrir Aftersun, töfrandi mynd af sambandi föður og dóttur sem lýsir nostalgíu og sorg. Sama segir hún að mætti segja um yndislegt stop-motion verkefni Guillermo del Toro, Pinocchio, lsem losaði um kyrkingartök Disney/Pixar á teiknimyndaflokknum.

Hún segir þetta allt falla í skuggann af hrollvekjandi vanlíðan yfir því að verðlaunin hafi notið góðs af vinnu og nærveru margra litaðra án þess að afhenda þeim styttu. „Í lok kvöldsins, þegar það sökk hægt og rólega inn að hver einasti sigurvegari var hvítur, gat maður nánast fundið vandræðalegheitin hjá Bafta liðinu þegar þeir bjuggu sig undir enn einn storminn á samfélagsmiðlum.

Fáar rannsóknir til um áhrif tíðarvara á konur
Allt of fáar og ómarkvissar rannsóknir hafa verið gerðar á áhrif einnota tíðarvara á heilsufar kvenna og þær sem gerðar eru fá of litla athygli. Þetta segja Una Emilsdóttir, sérnámslæknir í atvinnu-og umhverfislæknisfræði við Holbæk sjúkrahúsið í Danmörku og Arnar Hauksson kvensjúkdómalæknir í viðtali við Vísi. Til eru rannsóknir sem benda til þess að efni geti losnað úr tíðarvörum og haft áhrif á slímhúð kvenna. Þá mælist hærra magn af þalötum í dömubindum og bleyjum heldur en í öðrum algengum plastvörum eins og plastflöskum og geta efni eins og þalöt og önnur hormónaraskandi efni.

Það er þekkt að flestar rannsóknir sem gerðar eru í tengslum við heilsufar miðast oftast við karlmenn en síður konur eða fólk sem fer á blæðingar. Þetta er augljóst þegar kemur að tíðarvörum. Viðtölin á vísi eru tekin í framhaldi af grein sem birtist í The Economist en þar er kallað eftir fleiri rannsóknum á áhrifum tíðarvara á heilsufar kvenna.

Bæði Una og Arnar segja skorta upplýsingar í sumum rannsóknum sem til séu um hvaða merki sé verið að mæla en einnig séu mismunandi tegundir framleiddar fyrir Evrópumarkað og Bandaríkjamarkað svo eitthvað sé nefnt. Þá geti áhrifin verið mismunandi eftir hitastigi og því skiptir máli hvar rannsóknir eru gerðar. Arnar segir að þekkt sé að eitrunaráhrif geti átt sér stað ef túrtappi sé til dæmis gleymist í leggöngunum of lengi en þá kemst of lítið loft að slímhúðinni. Og ef sýking er til staðar fyrir getur hún magnast hratt upp en slíkt er kallað Toxic Tampon Syndrome. Þá sé þða þekkt að sett séu litarefni, ilmefni og jafnvel rotvarnarefni í vörurnar og þau efni þolast mis vel. Ef það finnist eiturefni í slíkum vörum sé það yfirleitt reon eða BPA sem þá sé í bómullin sjálfri. Mikilvægt sé að konur lesi innihaldslýsingar á pökkunum.

Una segir frá einni rannsókn frá árinu 2019 þar sem kemur fram að flestar konur á æxlunaraldri noti dömubindi að meðaltali 1800 daga áa ævinni. Svipaða sögu er að segja af smábörnum þar sem bleyjur eru oftast í snertingu við kynfæri þeirra í einhverja mánuði til ára í upphafi æviskeiðs. Þá geti verið sextíufaldur munur á milli merkja en styrkur innihaldsefna sé mjög mismunandi.

Una telur eftirlit og áhættumat hafa verið allt of lítill í kjölfar þess að efnaiðnaður hóf flug sitt en dreifing á plasti sé orðin töluvert vandamál en sjálf hafi hún mestar áhyggjur af hormónaraskandi efnum. Í tíðarvörum hafa mælst efni sem hafi slæm áhrif á taugakerfið svo sem þalöt sem hafa verið tengd við taugaraskandi áhrif á fóstur en önnur tengd asma, innsúlínviðnámi, frjósemisvandamálum og aukum líkum á krabbameini. Þá nefnir hún lausnir eins og álfabikarinn sem sé búinn til úr þéttu síliconi en enn í dag sé ekki vitað til þess að hann valdi skaða þó alltaf geti komið nýjar upplýsingar á morgun.

Fráfarandi talskona segir bakslag í baráttunn
Drífa Snædal fyrrum formaður ASÍ mun taka við stöðu Steinunnar Gyðu- og Guðjónsdóttur fráfarandi talskonu Stígamóta á næstunni.

Steinunn segir í viðtali við Fréttavakt fréttablaðið í vikunni að sjá megi klár merki um bakslag í jafnréttismálum og MeToo byltingunni bæði hér á landi og erlendis eftir að nafngreining hóf að birtast. Fólk eigi erfitt með að láta nafngreinda og myndbirta aðila sæta ábyrgð.

Hún segir að opnun umræðunnar sé helsta breytingin sem orðið hafi í gegnum árin sem hún hefur starfað sem talskona Stígamóta árið 2011.

„Á þeim tíma þá var það næstum því óhugsandi að brotaþolar myndu stíga fram í hljóði og mynd og segja sína sögu. Ég man að við veltum fyrir okkur vitundarvakningarverkefni árið 2011 og þá hugsuðum við að þetta gæti verið í útvarpi, þá myndi fólk ekki sjást og þá gætum við breytt röddinni, því að við vildum búa til eitthvað sem byggði á reynslu brotaþola.“ segir Steinunn orðrétt í viðtalinu.

Steinunn segir landslagið hafa breyst mikið árið 2915 þegar konur stigu fram í Facebook grúppunni BeautyTips og sögðu frá kynferðisofbeldi sem þær höfðu orðið fyrir. Í kjölfarið hófst svokölluð Beauty Tips bylting á miðlinum þar sem konur gátu sett gula eða appelsínugula prófílmynd eftir því hvort þær væru þolendur kynferðisofbeldis eða þekktir aðra sem orðið hefði fyrir því en þurfti ekki að segja sögu sína. Þá hafi varð mjög augljóst hversu gríðarlegur fjöldi þetta væri og vandamálið því stórt.

„Stuttu eftir þetta verður auðvitað MeToo byltingin sem gerist líka á alþjóðlegum skala. Þarna breytist það að þarna fer allt í einu stór hópur brotaþola að stíga fram, segja sögu sína, og að skila skömminni varð frasi sem byrjað var að nota og fólk skilur þetta.“ segir Steinunn.

Hún segir konur hafa óttast það mikið að verða ekki trúað ef þær stigu fram Já og jafnvel þá innan fjölskyldunnar. Það sé raunar enn viðvarandi vandamál þegar konur segja frá ofbeldi.

Steinunn segir að um leið og þú fáir fyrirmyndir þá verði til dómínó bylgja og konur geti samsamað sig með sögum annarra kvenna.

Með fyrstu MeeToo bylgjunni árið 2018 hafi brotaþolar farið að segja frá ofbeldinu sjálfu í skjóli nafnlausra hópa sem tengdust stétt og stöðu en með Annari bylgjunni árið 2021 hafi það breyst yfir í að brotaþolar hófu að nafngreina gerendur sína.

Þar segir Steinunn að við höfum lent á vegg því fólki finnist óþægilegt og erfitt að horfast í augu við það að einhver hafi verið ábyrgur.

Hún segir glímuna vera þessa í dag að það hafi enn þá óskaplega litlar afleiðingar í för með sér að beita einhvern kynferðisofbeldi. Ekki bara í réttarkerfinu heldur í samfélaginu öllu. Nú séu konur að setja fram allskonar kröfur eins og að geta mætt í skólann án þess að mæta geranda sínum á ganginum eða fá að fara í skólaferðalag án þess að gerandinn sé einnig til staðar. Fólki finnist óþægilegt að láta gerandann taka ábyrgð og sæta afleiðingu. Þó segir Steinunn að það séu eðlileg viðbrögð við kynferðislegu ofbeldi að reyna að afneita því, gera lítið úr því, kenna jafnvel brotaþolanum um eða reyna að eyða umræðunni.

„Í dag, þá komumst við varla upp með að segja „Ég trúi þessu ekki.“ Við erum svolítið búin að normalisera það að við ætlum að trúa brotaþolum og það eru stórir hópar í samfélaginu sem hafa einsett sér það að trúa þegar sagt er frá,“ segir Steinunn.

Steinunn segir að við þá sé oft einnig reynt að gera lítið úr því „Var þetta nokkuð svo alvarlegt? Varst þú ekki bara að misskilja aðstæður?“ Brotaþolanum jafnvel kennt um. Með þessum viðbrögðum segir hún verði til sömu gömlu leiðirnar þar sem sökin og skömmin sé sett á brotaþolann. Svo já, hún sjái bakslag. „Fólk á erfitt með að færa alla ábyrgðina til gerandans,“ segir Steinunn. Hún segir fólk eiga auðveldara með að takast á við náttúruhamfarir þar sem enginn gerandi er að verki. Í kynferðisofbeldismálum séu gerendur sem vinni fólki mikinn skaða jafnvel mikilsmetnir í samfélaginu, vinir, bekkjarfélagar, frændur og bræður og fólk eigi erfitt með að horfast í augu við það.



Í feminískum fréttum voru málefni Reykjavíkurborgar einnig rædd út frá biðlistum eftir félagslegu húsnæði, skorti á leikskólaplássum og aðbúnaði fíkla í neyslu svo eitthvað sé nefnt. Þá var rætt um brunann í Vatnagörðum í því samhengi en lesa má nánar um þær fréttir undir eftirfarandi hlekkjum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí