Rafknúnir vörubílar fái að keyra á sérakreinum strætó og neyðarumferðar

Félag atvinnurekenda hefur óskar eftir því að borgaryfirvöld taki þátt í „samstarfsverkefni“ um rafvæðingu vörubíla. Markmiðið sé að rafvæða flutningabílaflotann og krefst félagið aðgerða af hálfu borgarinnar. Þannig verði undanþágur veittar frá reglum um hámarkslengd vörubifreiða í miðborginni og rafknúnir vöruflutningabílar fái heimild til að aka á sérakreinum strætó og neyðarumferðar.

Bréf Félags atvinnurekenda var birt á fundi umhverfis- og skipulagsráðs 25. janúar sl. Það hafði áður verið sent á Einar Þorsteinsson formann borgarráðs þann 7. október 2022. Ákveðið var að vísa því þaðan til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu samgöngustjóra og borgarhönnunar. Í því vísaði félagið til þess „góða samstarfs“ sem tekist hafi með Reykjavíkurborg og að vonir stæðu til að því yrði haldið áfram.

Vegna þess hve dýrir rafknúnir vörubílar á Íslandi væru var mikilvægi þess ítrekað að borgaryfirvöld tæku þátt í rafvæðingunni. Minnst var á að rafknúnir vörubílar væru 2,7 til 3,6 sinnum dýrari en sambærilegir dísilbílar. Ekki kom þó fram í bréfinu væntanlegur sparnaður sem felst í rekstri rafbifreiða til lengri tíma, enda raforka ódýrara en olía.

Í lok bréfsins voru svo birtar kröfur félagsins gagnvart borginni. Sú fyrsta var sú að borgin skyldi veita undanþágu frá reglum um hámarkslengd vörubifreiða sem nota má við vörudreifingu í miðborginni. Núgildandi reglur kveði á um 8 metra hámarkslengd, en ákjósanlegra væri að hafa hana í kringum 8,5 metra. Seinni krafan var sú að rafknúnum vörubifreiðum yrði heimilt að keyra á sérakreinum strætó, leigubíla og neyðarumferðar. Þetta myndi skv. félaginu veita fyrirtækjum í vörudreifingu „öflugan hvata“ til að ráðast í fjárfestingu á rafdrifnum vörubílum.

Framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda Ólafur Stephensen er skrifaður fyrir bréfinu. Lesa má það í heild sinni hér.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí