Reykjavík stendur sig tífalt verr en Helsinki

Á síðustu fimm árum hafa 97 félagslegar íbúðir verði keyptar að meðaltali á ári í Reykjavík. Í fyrra voru einungis 49 slíkar teknar í gagnið. Til samanburðar byggja borgaryfirvöld í Helsinki 6000 félagsíbúðir á ári. Það væri svipað og ef Reykjavík byggði eða keypti rúmlega 1000 félagslegar íbúðir á ári.

Biðlistar eftir félagslegu húsnæði hafa lengst á síðustu árum og eru þar nú 895 manns. Þar að auki hefur dregið mjög úr fjölgun íbúða en á síðasta ári voru 49 félagslegar íbúðir keyptar af Félagsbústöðum. Á síðustu fimm árum er meðalfjöldi keyptra félagsíbúða á ári í Reykjavík 97 talsins. Miðað er við að 5% af öllu húsnæði í Reykjavík sé félagslegt.

Fjöldi eignakaupa Félagsbústaða á tímabilinu 2018 – 2022:

Metnaður í Helsinki

Í höfuðborg Finnlands, Helsinki eru byggðar um 6000 félagslegar íbúðir á ári. Það er svipað og ef Reykjavík byggði eða keypti rúmlega 1000 íbúðir á ári. Eins og fyrr segir er meðalfjöldi keyptra félagslegra íbúða síðustu fimm ár í Reykjavík bara 97 íbúðir.

Reykjavíkurborg nær því ekki upp í 1/10 af þeim árangri sem höfuðborg Finnlands uppsker. Þarlendis eru markmið um að heimilisleysi verði útrýmt fyrir árið 2027. Miðað við tölurnar eru þau á réttri leið og heimilisleysi fer minnkandi.

Til þess að rýna nánar í muninn á þessum tveimur borgum berum við einnig saman heildarfjölda félagslegs húsnæðis. Í dag eru um 60.000 félagslegar íbúðir í Helsinki og 3.049 í Reykjavík. Til þess að höfuðborg Íslands kæmist á sama stall og Helsinki þyrftu hér að vera tæplega 12.000 félagslega reknar íbúðir.

Það er því ljóst að borgin verður að fara í stórátak til að komast með tærnar þar sem höfuðborg Finnlands er með hælana. Ekkert annað en stóruppbygging félagslegs húsnæðis í Reykjavík myndi koma því í kring.

Fjöldi heimilislausra í Finnlandi:

Borgaryfirvöld vilja ekki gera betur

Eins og fram kom í síðustu viku telur forsvarsfólk meirihlutans ekki nauðsyn á að gera betur í uppbyggingu félagslegs húsnæðis. Biðlistar voru sagðir „eðlilegir“ og talað var um að hin sveitarfélögin stæðu sig mun verr en Reykjavík.

Ekki hefur verið vilji til að bera sig saman við þær fjölmörgu borgir sem gera betur en Reykjavík í þessum málaflokki. Í Helsinki og flestum borgum á Norðurlöndum er hlutfall félagslegs húsnæðis u.þ.b. 25% en í Reykjavík er það 5%. Það er því mikið verk óunnið til að ná þeim stalli.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí