Inga sakar Þórunni um ærumeiðingar

Tíminn er nýttur til fullnustu á hinu háttvirta Alþingi þar sem þingmenn kíta úr sætum sínum eða gangandi í og úr pontu.

Inga Sæland greindi frá því á þingi í dag undir liðnum um fundarstjórn forseta til að hún hafi sent inn kvörtun til forsætisnefndar vegna ummæla sem Þórunn Sveinbjarnardóttir þingmaður Samfylkingarinnar lét falla á þinginu í síðustu viku um umræður vegna útlendingafrumvarpsins eftir að Inga lagði fram breytingatillögu á því.

Ummælin sem Þórunn lét þá falla vegna breytingatillögunnar voru eftirfarandi „Hæstv. forseti. Þegar ég hélt að þetta frumvarp gæti ekki orðið verra þá kom breytingartillaga frá hv. þingmanni, formanni Flokks fólksins, sem bætir um betur. Það eina sem er hér á ferðinni er ódýr og ógeðfelldur popúlismi sem byggir ekki á staðreyndum, sem byggir á útlendingaandúð. Og það gleður mig að sjá að það er verið að fella þessa tillögu.

„Ég kem hér upp til að bera af mér sakir því þann 15. mars síðastliðinn þá vændi háttvirtur þingmaður, Þórunn Sveinbjarnardóttir, mig um útlendingaandúð,“ sagði Inga svo í pontu þingsins í dag. Hún sagði ummælin vera sérstaklega til þess fallin að kasta rýrð á hana persónulega og þau hafi verið særandi fyrir hana og fjölskyldu hennar.

Birgir Ármannsson forseti þingsins staðfesti á að umrætt erindi hafi borist forsætisnefndinni og yrði tekið fyrir þar á næsta fundi. Hann benti einnig á að það væri hlutverk sitjandi forseta að meta í hvert skipti hvort ummæli sem féllu úr ræðustól færu yfir strikið. Bætti hann við „Oft getur verið mjótt á skilsmununum á milli harkalegrar pólitískrar umræðu og þess sem telja má meiðandi fyrir einstaka þingmenn. Verður í raun og veru mat forseta á staðnum við þær aðstæður að ráða hvað það varðar“.

Við þetta steig Inga aftur í pontu þar sem hún sagði ummæli Þórunnar hafi beinst gegn sér persónulega en verið beint gegn stjórnmálaflokknum sínum.
Helga Vala Helgadóttir kom þá Þórunni til varnar og sagði ummæli hennar ekki hafa beinst gegn Ingu persónulega enda hafi hún ekki verið kallaður rasisti.

„Æi, hættu nú alveg,“ skaut Inga þá inn úr sæti sínu.

„Formaður Flokks fólksins, er það ekki ég, háttvirtur þingmaður Helga Vala?“ skaut Inga aftur inn í.

Helga Vala hvatti fólk til að lesa ræðuna á vef alþingis og tók Inga undir slíkt.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí