Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eigi fyrirtæki sem flytur inn og selur líkkistur. Björn segir að Jón hafi hvergi skrá þessa hagsmuni sína. Að hans sögn er Jón vanhæfur til að taka ákvörðun um framtíðartilögun bálfara, sem er á dagskrá.
Björn skrifar á Facebook og birtir meðfylgjandi myndir: „Dómsmálaráðherra á fyrirtæki sem flytur inn og selur líkkistur. Það er hvergi skráð í hagsmunaskrá þingsins.
Nú er dómsmálaráðherra að taka ákvörðun um framtíðartilhögun bálfara – og getur með ákvörðun sinni útilokað samkeppnisaðila.
Það er eins og þau kunni ekki á það hvað hagsmunaárekstur er …“

