Jón sagður fara dult með að hann selur líkkistur

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, eigi fyrirtæki sem flytur inn og selur líkkistur. Björn segir að Jón hafi hvergi skrá þessa hagsmuni sína. Að hans sögn er Jón vanhæfur til að taka ákvörðun um framtíðartilögun bálfara, sem er á dagskrá.  

Björn skrifar á Facebook og birtir meðfylgjandi myndir: „Dómsmálaráðherra á fyrirtæki sem flytur inn og selur líkkistur. Það er hvergi skráð í hagsmunaskrá þingsins.

Nú er dómsmálaráðherra að taka ákvörðun um framtíðartilhögun bálfara – og getur með ákvörðun sinni útilokað samkeppnisaðila.

Það er eins og þau kunni ekki á það hvað hagsmunaárekstur er …“

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí