Lindarhvollsmálið á mannamáli: „#spillingardans“

Sumir hafa klórað sér í hausnum yfir Lindarhvollsmálinu svokallaða og átta sig ekki á því um hvað málið snýst. Elísabet Ólafsdóttir, stundum kölluð Beta rokk, kemur þeim til bjargar en Facebook hefur hún tekið saman málið á mannamáli. Örskýring hennar á málinu má lesa hér fyrir neðan.

„Ókei. Lindarhvoll for dummies. Deilið að vild. 

Bjarni Ben stofnaði Lindahvol. Semsagt ríkiseign. Lindarhvoll annaðist eignir og þar á meðal var Klakki sem er eitthvað fjármögnunar- eignaleigu fyrirtæki. Steini lögfræðingur rak Lindahvol og var eiginlega framkvæmdarstjóri sem svaraði síma og póstum til félagsins. Hann var líka stjórnarformaður Klakka. 

Svo keypti Steini (sem rak Lindarhvol) Klakka á hálfan milljarð þó svo að Klakki hefði verið metið á milljarð þremur mánuðum áður. 

Siggi fyrrv. ríkisendurskoðandi var fenginn til að endurskoða reikninga Lindarhvols því nýi ríkisendurskoðandinn var bróðir stjórnarformanns Lindarhvols.  

Ókei! Siggi var bara:  “wtf! Hvaða rugl er í gangi?” Og skilaði inn skýrslu til Alþingis um að Bjarni hefði gefið 500 milljónir af skattfé frá sér til vina sinna. 

Heyrðu. Þá byrjar brandarinn fyrst. Bjarni finnur nýjan ríkisendurskoðanda sem er nógu undirgefinn en ekki vanhæfur og lætur hann gera nýja skýrslu. Sú skýrsla segir að allt sé samkvæmt lögum. Allt í einu er skýrsla Sigga orðin “eitthvað plagg” en í þrjú ár hafði hún verið ofan í skúffu hjá Fjármálaráðuneytinu sem er eitthvað met fyrir utan skúffu biskups. 

Og þá að kosningu vikunnar. Jói (samfylkingin) lagði formlega fram spurningar um hvað hefði verið í skýrslunni hans Sigga og Biggi forseti Alþingis neitaði endalaust að svara með einhverjum afsökunum. 

ÞAÐ ÞURFTI AÐ KJÓSA Á ALÞINGI HVORT HANN MÆTTI SPYRJA ÞESSARA SPURNINGA! 

Bjarni Ben og söfnuður hans sögðu náttúrlega nei! Það má ekki spyrja spurninga sem koma upp um spillingu. 

Kosningin var eftir flokkslínum að sjálfsögðu og enginn úr VG, Framsókn eða Sjálfstæðisflokknum kaus með gegnsæi og mjög beisikk upplýsingagjöf. ENGINN! 

Þau sem vildu leyfa Jóa að spyrja voru í Samfylkingunni, Pírötum, Flokki fólksins og Viðreisn. 

Er þetta rétt skilið hjá mér Björn Leví og Helga Vala?

#spillingardans

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí