Lögreglan óttast „hörð mótmæli“ og vill myndavélar

Á fundi Borgarráðs í dag var lagt til að samningar um verklag við kaup á öryggismyndavélum yrðu endurnýjaðir. Aðstoðarlögreglustjóri sendi bréf inn undir liðnum þar sem hann talaði fyrir fjölgun myndavéla í miðborginni. Nauðsynlegt væri að fjölga þeim til að „auka öryggisvitund“ fólks og fylgjast með „hörðum mótmælum.“

Lögregluyfirvöld virðast óttast mótmæli á Íslandi. Í bréfinu kemur fram að nauðsynlegt sé að „þétta net“ öryggismyndavéla í miðborginni, og þá sérstaklega vegna heimsókna þjóðarleiðtoga. Mótmæli vegna þess geti verið hættuleg og þá sé mjög mikilvægt að auka „öryggisvitund fólks“ þá daga.

Fá ef einhver dæmi eru um að mótmæli á Íslandi hafi reynst hættuleg. Mótmælin eftir efnahagshrunið 2008 voru með þeim friðsamari í allri Evrópu á þeim tíma. Til samanburðar er ekki óalgengt að Molotov sprengjum sé kastað í miklu magni á mótmælum annars staðar í álfunni. Slíkt hefur aldrei gerst á Íslandi né nein skemmdarverk unnin sem valdið geta hættu hjá almennum borgurum.

Miðað við ofangreindar staðreyndir er mögulegt að þetta tengist þeirri þróun sem sést æ víðar a Vesturlöndum. Þar hefur á undanförnum árum verið gengið sífellt lengra gegn almennum rétti borgara til mótmæla.

Á síðustu mánuðum hefur breska þingið reynt að koma frumvarpi í gegn sem myndi banna „hávær“ mótmæli og auka valdheimildir lögreglu. Lávarðadeild þingsins tókst að stöðva margt í frumvarpinu en þó er líklegt að það nái í gegn.

Í bókun borgarfulltrúa Sósíalista vegna málsins kom eftirfarandi fram: Sósíalistar geta ekki samþykkt vöktun á almenningi sem nýtir stjórnarskrárvarinn rétt sinn til mótmæla. Það er óhugsandi að samþykkja aukið myndavélaeftirlit í þessum tilgangi.

Bréf lögreglustjóra má lesa með því að smella hér. Það má sjá á bls. 4 í skjalinu.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí