Segir stjórnvöld horfa átölulaust upp á ofbeldi

Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS kallar eftir tafarlausum aðgerðum til að stöðva „græðgivæðingu“ á leigumarkaði. Dæmi séu um 40% hækkun leiguverðs á einu ári.

Vil­hjálmur birti færslu á Face­book-síðu sinni í morgun þar sem hann segir frá ein­stæðri móður sem leigir hjá Ölmu leigu­fé­lagi. Hann segir aðfarir félagsins ekki einsdæmi á leigumarkaði og þær hækkanir sem eigi sér stað séu ekkert annað en ofbeldi.

Í færslunni segir Vil­hjálmur frá því að sú vísi­tölu­hækkun sem orðið hefur undanfarið virðist aðeins vera brot af þeim hækkunum sem dynji á leigjendum. Téðri konu hafi jafnframt verið til­kynnt að til að endur­nýja leigu­samninginn verði hún að samþykkja frekari hækkun leigunnar og hafi leigan þá hækkað á tólf mánuðum um 42%, eða langt um­fram neyslu­vísi­tölu.

„Þessi ein­stæða móðir hefur leigt hjá Ölmu í 2 ár en í byrjun leigði hún á 190.000 kr. og núna tveimur árum seinna er leigan að fara í 267.000 kr. og hefur því hækkað um 77.000 kr.,“ segir Vil­hjálmur en færsluna má lesa hér fyrir neðan.

Samstöðin er umræðu- og fréttavettvangur sem studdur er af almenningi í gegnum Alþýðufélagið. Ef þér líkar efni Samstöðvarinnar getur þú eflt hana með því að gerast einskonar áskrifandi sem félagi í Alþýðufélaginu. Skrá mig arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí