Segir stjórnvöld horfa átölulaust upp á ofbeldi

Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS kallar eftir tafarlausum aðgerðum til að stöðva „græðgivæðingu“ á leigumarkaði. Dæmi séu um 40% hækkun leiguverðs á einu ári.

Vil­hjálmur birti færslu á Face­book-síðu sinni í morgun þar sem hann segir frá ein­stæðri móður sem leigir hjá Ölmu leigu­fé­lagi. Hann segir aðfarir félagsins ekki einsdæmi á leigumarkaði og þær hækkanir sem eigi sér stað séu ekkert annað en ofbeldi.

Í færslunni segir Vil­hjálmur frá því að sú vísi­tölu­hækkun sem orðið hefur undanfarið virðist aðeins vera brot af þeim hækkunum sem dynji á leigjendum. Téðri konu hafi jafnframt verið til­kynnt að til að endur­nýja leigu­samninginn verði hún að samþykkja frekari hækkun leigunnar og hafi leigan þá hækkað á tólf mánuðum um 42%, eða langt um­fram neyslu­vísi­tölu.

„Þessi ein­stæða móðir hefur leigt hjá Ölmu í 2 ár en í byrjun leigði hún á 190.000 kr. og núna tveimur árum seinna er leigan að fara í 267.000 kr. og hefur því hækkað um 77.000 kr.,“ segir Vil­hjálmur en færsluna má lesa hér fyrir neðan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí