Samfylkingin þögul sem gröfin um einkavæðinguna

Eftir rúma viku verður tekin ákvörðun um það hvort einkavæða skuli Ljósleiðarann. Lítið sem ekkert hefur heyrst frá fulltrúum Samfylkingarinnar vegna málsins. Oddviti Pírata segir þetta „því miður“ vera bestu leiðina til að verja hagsmuni borgarbúa og notenda.

Á fundi borgarráðs í síðustu viku, miðvikudaginn 12. apríl var samþykkt að Reykjavíkurborg losi sig við 33,33% hlut í Ljósleiðaranum. Málið á þó eftir að fara fyrir borgarstjórn áður en það telst fullsamþykkt. Næsti borgarstjórnarfundur verður 2. maí næstkomandi.

Í upprunalegu tillögu meirihlutans var lagt til að einungis lífeyrissjóðir og aðrir langtímafjárfestar mættu taka þátt í uppboðinu. Sú krafa er ekki lengur gerð og verður það undir stjórn Orkuveitu Reykjavíkur komið hvernig útboðið fer fram. Þannig má ætla að einkaaðilum verði heimilað að eignast hlut í þessum innviðum.

Ljósleiðarinn er fyrirtæki sem tryggir að heimili og fyrirtæki hafi aðgang að interneti. Uppruna þess má rekja til ársins 1999 þegar Rafmagnsveita Reykjavíkur stofnaði félagið Lína.net.

Í daglegu lífi er varla hægt að komast í gegnum daginn án notkun internets. Samfélagið gerir þær kröfur á íbúa að nota það þegar kemur að bankaviðskiptum, samskiptum, upplýsingaöflun og nánast allri þekkingu sem hægt er að afla sér.

Í tillögunni sem meirihlutaflokkar Samfylkingar, Framsóknar, Pírata og Viðreisnar samþykktu er lagt til að 33,33% af heildarhlutafé félagsins verði komið í hendur einkaaðila. Vonast er til að með því sé hægt að auka hlutafé félagsins um allt að 11 milljarða króna.

Fulltrúar meirihlutans hafa lítið tjáð sig um málið. Formaður borgarráðs og oddviti Framsóknar, Einar Þorsteinsson tók vel í það að losa um eignarhald borgarinnar. Ekkert hefur á sama tíma heyrst frá fulltrúum Samfylkingarinnar. Oddviti Pírata, Alexandra Briem sagði á þræði Pírataspjallsins að „því miður“ væri best í stöðunni að losa um eignarhald Ljósleiðarans.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí