Björn Leví tekur undir grun um spillingu í lögreglunni

„Óheppilegt hvað lögreglunni tekst oft að handtaka aðila í fíkniefnamálum  en missa af höfuðpaurum, t.d. með því að nappa sendla skömmu áður en afhending á að fara fram. Þegar ég segi óheppilegt meina ég auðvitað; fáránlega augljóst merki um mútur og spillingu innan lögreglunnar.“

Þetta skrifar Matthías Ásgeirsson, sem er helst þekktur fyrir að vera formaður Vantrúar, á Twitter. Hann heldur svo áfram í öðru tísti og skrifar: „Nú kynni einhver að segja; ekki gera fólki upp spillingu/illt innræti ef vanhæfi er nægilega góð skýring. Það væri kannski hægt að segja ef dæmið væri bara eitt.“

Líkt og Matthías bendir á þá eru nokkur dæmi um þetta hjá lögreglunni. Nú síðast í stóra kókaínmálinu þar sem höfuðpaur málsins slapp þar sem sá sem átti að koma kókaíninu á viðkomandi var handtekinn áður en hann hitti meintan höfuðpaur. Kókaíninu hafði löngu áður verði skipt út fyrir gerviefni svo engin hætta var til staðar. Svo má nefna málið sem er kennt við Hótel Frón frá árinu 2015. Þá vildi enginn innan lögreglunnar bera ábyrgð á því að tálbeituaðgerð fór út um þúfur.

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, tekur undir með Matthíasi og skrifar: „Á sama tíma vita allir hverjir höfuðpaurarnir eru en ekkert finnst á þá til þess að nappa þá. Þrátt fyrir marga og dýra bíla, rándýr hús og alls konar sem á að vera hægt að gera grein fyrir því hvernig er fjármagnað …“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí