„Ef þessi uppákoma væri í öðru ríki en Bretlandi, segjum Rússlandi eða Kína, væru allir sótillir af reiði“

Kristinn Hrafnsson, ritstjóri Wikileaks, segist síður en svo sáttur með framkomu breskra yfirvalda gagnvart Julian Assange. Hann greinir frá því á Facebook að yfirmönnum hjá samtökunum Blaðamenn án landamæra hafi verið vísað frá þegar þeir hugðust heimsækja Assange í Belmarsh fangelsið. Kristinn segir að öllum ætti að vera ljóst að Assange sé pólitískur fangi.

Hér fyrir neðan má lesa pistil Kristins í heild sinni. 

Nú sýður á mér. Yfirmenn í samtökunum Blaðamenn án landamæra (RSF) áttu bókaða heimsókn í Belmarsh fangelsið í morgun til að heimsækja Julian Assange. Þegar þau Rebecca Vincent og Christophe Deloire mættu á réttum tima í morgun var þeim tjáð að þau hefðu verið tekin af gestalista samkvæmt ákvörðun fangelsisstjórans. Ástæðan: honum hefði borist uppýsingar um að  þau tvö væru blaðamenn. 

Ég nenni varla að endursegja hið augljósa: Julian Assange er pólitískur fangi. Ef þessi uppákoma í morgun væri í öðru ríki en Bretlandi, segjum Rússlandi eða Kína, væru allir sótillir af reiði. 

Ég er það. Eftir viku hefur Julian setið saklaus maður í fjögur ár í þessari andskotans dýflisu. Fyrir þær sakir að opinbera sannleikann, sem blaðamenn eiga að gera.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí