130 milljarðar króna fóru til Money Heaven

Það varð mikill fjárbruni í Kauphöllinni í dag þegar öll félögin lækkuðu í verði, nema Brim sem stóð í stað. Alls gufuðu 130 milljarðar króna upp og margir braskarar sem brenndu sig, þurftu að selja bréf á hrakvirði sem þeir höfðu keypt fyrir lán.

Mest féllu bréfin í Marel, um heilan 81 milljarða króna. Marel hefur fallið um nánast helming frá haustinu 2021 og er í dag um 366 milljörðum króna verðminni en þá.

Verðmæti Alvotech féll um 18,8 milljarða króna og hefur fallið um nærri þriðjung frá byrjun síðasta mánaðar, alls um 184 milljarða króna.

Fjárbruninn í Arion-banka kom næstur. 5,8 milljarðar króna brunnu upp í dag hjá eigendum bankans. Bankinn byrjaði að lækka síðla haust 2021 þegar froðubóla cóvid náði sem hæst í kauphöllinni og hefur fallið um tæp 30% síðan þá, alls um 85,4 milljarða króna.

Alls lækkaði verðmæti félaganna í kauphöll um 130 milljarða á dag. Það er á við einn og hálfan nýjan Landspítala. Að stóru leyti var þetta fé glópagull, uppþanin bóla sem var afrakstur heimskulegrar stefnu Seðlabanka, ríkisvaldsins og viðskiptabankana í cóvid þegar fé var dælt til efnameira fólks og braskara sem notuðu fé til kaupa á gömlum eignum, hlutabréfum og fasteignum. Þetta fé var því að litlu leyti raunverulegt, mest óskadraumur fjárfesta. Og það hefur nú haldið upp til Money Heaven, þar sem það dvelur ásamt ímynduðum gróða frá öðrum tímum.

En þetta er þó ekki að öllu leyti ímyndun. Einhverjir braskarar hafa brennt sig illa í dag, fólk sem tók lán til að auðgast á kauphallarbraski. Sumt af því fólk áttaði sig á þegar kvöldaði að það var ekki auðugt heldur blankt.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí