Sjálfstæðisflokkurinn vill ekki vita hve margar íbúðir eru tómar

Tillaga borgarstjóra um að kanna fjölda tómra íbúða var samþykkt í gær. Allir flokkar með atkvæðarétt samþykktu að nauðsynlegt væri að kanna stöðuna, nema Sjálfstæðisflokkurinn.

Í tillögunni var lagt til að starfshópur um innleiðingu húsnæðissáttmála fengi það verkefni að greina upplýsingar um íbúðir þar sem enginn væri skráður með lögheimili. Verkefnið verði unnið í samstarfi við innviðaráðuneytið og/eða Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.

Í útskýringum borgarstjóra Dags B. Eggertssonar með málinu var vísað til yfirlits innviðaráðuneytisins þar sem fram kom að 57.049 fullbúnar íbúðir væru í þéttbýli. Af þeim væru 4.165 íbúðir í eigu einstaklinga með annað lögheimili þar sem hvorki er þinglýstur leigusamningur á fasteigninni né séu greiddar
húsnæðisbætur vegna fasteignarinnar.

Til viðbótar séu 3.843 íbúðir í eigu lögaðila þar sem hvorki er þinglýstur leigusamningur á fasteigninni né eru greiddar húsnæðisbætur vegna hennar. Alls eru þessar íbúðir því 8.008 skv. yfirlitinu. Mikilvægt væri að afla upplýsinga um hvort ætla megi að búið sé í viðkomandi íbúðum eða ekki, og hverjar eru skýringarnar á því að enginn sé skráður til heimilis í þeim.

Viku áður höfðu Sósíalistar óskað eftir gögnum um slíkt hið sama. Í þessari viku bókaði síðan meirihlutinn að „Tillaga um að láta framkvæma umrædda könnun væri á dagskrá fundar borgarráðs.“ Í fyrirspurn Sósíalista var óskað eftir upplýsingum um hve stór hluti af íbúðarhúsnæði borgarinnar væri ekki nýttur til búsetu. Átt sé við þau íbúðarhúsnæði sem staðið hafa auð lengur en 6 mánuði.

Einnig var óskað eftir upplýsingum um hve margar þeirra íbúða sem standi auðar séu í eigu aðila sem eiga fleiri en eina íbúð, og hve margar í eigu aðila með fleiri en tvær eignir. Jafnframt ætti að koma fram komi hvort um einstaklinga eða lögaðila sé að ræða.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí