Vesturlönd há efnhagsstríð gegn fjórðungi landa heimsins

Ný skýrsla frá CEPR (Centre for Economic and Policy Research) sem kom út í vikunni sýnir mikinn vöxt efnahagslegra refsiaðgerða af hendi vesturlanda og alþjóðastofnanna líkt og Sameinuðu þjóðanna. Rannsóknin skoðaði niðurstöður rúmlega þrjátíu rannsókna og sýnir skelfilegar afleiðingar slíkra þvingana á efnahag þjóða sem Bandaríkin og Evrópusambandið beita í sífellt auknu mæli. Afleiðingar líkt og fátækt og aukin dauðsföll vegna skorts á lyfjum og matvælum en slíkt efnahagsstríð skaða mest þá sem standa höllustum fæti.

Skýrslan sýnir mikinn vöxt efnahagsþvingana á síðustu sex áratugum af hendi vesturlanda. Á sjötta áratugnum höfðu innan við fjögur prósent landa verið beitt slíkum refsiaðgerðum en hlutfallið er komið upp í 27 af hundraði í dag. Umfangið er svipað þegar alþjóðahagkerfið er skoðað. Fjögur prósent hagkerfis heimsins var undir efnahagsþvingunum í lok sjötta áratugarins miðað við 29 prósent árið 2022. Með öðrum orðum hafa Sameinuðu þjóðirnar og vestrænar þjóðir nú að beitt refsiaðgerðum gegn meira en fjórðungi landa heimsins og næstum þriðjungi hagkerfis heimsins. Að sama skapi hafa þvinganir gegn einstaklingum, fyrirtækjum, og stofnunum aukist til muna.

Á undanförnum árum hafa áhyggjur af ómannúðlegum áhrifum refsiaðgerðanna farið vaxandi. Árið 2014 samþykkti mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna ályktun þar sem fram kom að það væri „afskaplega ósátt við neikvæð áhrif einhliða þvingunaraðgerða“. Í sömu ályktun kom fram að ráðið væri „slegið“ yfir óheyrilegum og óásættanlegum fórnarkostnaði slíkra einhliða refsiaðgerða.

Engu að síður virðist ljóst að hluti af áhrifum refsiaðgerðanna á almenning sé ætlað að hafa skaðleg áhrif. Í yfirlýsingu sem bresk stjórnvöld gáfu út eftir frystingu eigna rússneska seðlabankans í febrúar 2022 kom fram með ótvíræðum hætti að „refsiaðgerðirnar muni leggja efnahag Rússlands í rúst.“ Í febrúar 2019 sagði Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í svari við spurningu um áhrif refsiaðgerða á Íran: „Ástandið er mun verra fyrir írönsku þjóðina og við erum sannfærð um að það muni leiða til þess að íranska þjóðin rísi upp og breyti hegðun stjórnarinnar.„ Pompeo gaf svipaðar yfirlýsingar um refsiaðgerðir Bandaríkjamanna gegn Venesúela mánuði seinna.

Skýrslan lýsir harkalegum afleiðingum á hagkerfi Írans, Afganistan, og Venesúela. Þannig féll útflutningur Venesúela um 91% á meðan innflutningur á matvælum féll um 78% frá því að þvinganir vesturlanda hófust en landið stólaði að talsverðu leiti á innflutt matvæli til að fæða þjóðina. Ljóst er að ekkert land myndi þola slíkan samdrátt í útflutningi eins Venesúela varð að þola en efnahagsstríðið leiddi til eins stærsta efnahagshruns lands síðan 1950 sem enn sér ekki fyrir endann á.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí