Aðeins 5% finnst ríkisstjórnin standa sig vel í húsnæðismálum

Samkvæmt könnun Maskínu segja aðeins 5,3% landsmanna að ríkisstjórnin standi sig mjög eða frekar vel í uppbyggingu húsnæðismála. Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra fær aðeins skárri útkomu, 7,7%, sökum þess að Framsóknarfólk telur hann standa sig betur en ríkisstjórnin.

En í heild er könnunin afleit einkunn á árangur ríkisstjórnarinnar. 60% landsmanna finnst Sigurður Ingi standa sig mjög eða frekar illa og 67% segja það sama um ríkisstjórnina.

Og það er engin munur eftir kynjum, aldri, búsetu, menntun eða tekjum. Afgerandi meirihluti landsmanna finnst Sigurður Ingi og ríkisstjórnin standa sig illa í húsnæðismálum. Það er helst að dragi úr slæmum einkunnum þegar kemur að fylgi við flokka.

Ef aðeins er tekið fólk sem segist vilja kjósa einhvern ríkisstjórnarflokkana segjast tæp 14% að ríkisstjórnin standi sig mjög eða frekar ve en rúm 44% að hún standi sig mjög eða frekar illa. Hlutfallið hjá kjósendum annarra flokka þannig að 1,5% finnst ríkisstjórnin standa sig mjög eða frekar illa en rúm 78% mjög eða frekar illa.

Hjá Sigurði segja tæp 31% Framsóknarmanna hann standa sig mjög eða frekar vel en tæp 27% að hann standi sig mjög eða frekar illa. Meðal alls almennings eru hlutföllin tæp 8% á móti tæpum 60%. Og þegar 31% Framsóknarmanna segja að Sigurður Ingi standi sig mjög eða frekar vel þá segja aðeins tæp 12% þeirra að ríkisstjórnin standi sig mjög eða frekar vel. Þegar þeirra andlit kemur á spurninga verða Framsóknarmenn mildari í dómum sínum.

Að öðru leyti ber allt að sama brunni. Almenningi finnst Sigurður Ingi og ríkisstjórnin standa sig illa í húsnæðismálum. Það er ívið verri útkoma í þéttbýlinu fyrir sunnan fyrir ríkisstjórnina og meðal tekjulægri, en alls staðar er yfirgnæfandi meirihluti á því að ríkisstjórnin og Sigurður Ingi standi sig illa.

Spurt var: Hversu vel eða illa finnst þér ríkisstjórnin hafa staðið sig í uppbyggingu húsnæðismála? Og: Hversu vel eða illa finnst þér Innviðaráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson hafa staðið sig í uppbyggingu húsnæðismála?

Niðurstaðan varð sú að 5,3% sögðu að ríkisstjórnin hefði staðið sig mjög eða fremur vel en 67,1% mjög eða fremur illa. 27,7% sögðu ríkisstjórnina hafa staðið sig hvorki vel né illa.

Niðurstaðan varðandi Sigurð Inga sérstaklega varð sú að 7,7% sögðu að Sigurður Ingi hefði staðið sig mjög eða fremur vel en 59,8% mjög eða fremur illa. 32,5% sögðu ríkisstjórnina hafa staðið sig hvorki vel né illa.

Könnunin var gerð dagana 15.-22. júní síðastliðinn og voru svarendur 966.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí