Davíð segir Þórdísi til syndanna: „Flumbrugangur í utanríkisráðuneytinu“

Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir utanríkisráðherra er harðlega gagnrýnd í leiðara Morgunblaðsins í dag. Hún sökuð um fljótfærni í viðkvæmu máli, en ætla má að þar sé verið að vísa til ákvörðunar hennar að loka íslenska sendiráðinu í Rússlandi. Sá sem skrifar leiðarann virðist sakna helmingaskiptatímans ógurlega. Líklegt er að Davíð Oddsson, ritstjóri blaðsins, haldi um penna.

Hér fyrir neðan má lesa leiðarann í heild sinni.

Flumbrugangur í utanríkisráðuneytinu í viðkvæmu máli er fjarri því að vera til fyrirmyndar. Nú er fyrir löngu svo komið að tveggja flokka stjórnir heyra sögunni til. Það er alþekkt kenning að ríkisstjórn sé ekki fjölskipað stjórnvald og lögð er áhersla á, að hver „fagráðherra“ fari með endanlegt vald í sínu ráðuneyti, og í áherslunni á að ríkisstjórnin sé ekki fjölskipað stjórnvald felst það að ekki eru greidd atkvæði þar, til að knýja fram niður-stöðu.

Allt er þetta rétt og satt. En það þýðir þó ekki að mál séu keyrð í gegn í ríkisstjórn af einum fagráðherra, ef fyrir liggur að verulegur ágreiningur er þar um afgreiðslu mála. Þótt það kunni að vera í takt við lagabókstafinn og tæknilega rétt, þá má gefa sér að vinnubrögð af því tagi grafi smám saman undan nauðsynlegri sátt í ríkisstjórn.

Málefni utanríkisráðuneytis eru sérlega viðkvæm og þess vegna hafa forystumenn í ríkis-stjórn nær undantekningarlaust gætt þess vel á liðnum árum að náið samstarf sé á milli forystumanna stjórnarliðsins um slík mál. Á meðan tveggja flokka samstarf var lífvænlegt í skjóli þingstyrks var vel vitað að forsætisráðherra og utanríkisráðherra á hverjum tíma áttu náið samstarf um utanríkismál, enda alþekkt að oddvitar ríkisstjórna einstakra landa hlutu að eiga náið samband og samstarf varðandi ákvarðanir á sviði utanríkismála.

En andstæðan er líka þekkt um hina hliðina, að pólitísk tortryggni innan ríkisstjórna væri svo mikil, og þá ekki síst varðandi utanríkis- og varnarmál, að talið var að utanríkisráðherra í vinstristjórn ætti fremur trúnað forystumanna stærsta stjórnarandstöðuflokksins á þingi, sem var þá um leið stærsti stjórnmálaflokkur landsins, þótt hann væri utan stjórnar um hríð. En hitt var jafnvíst að slík tortryggni um þýðingarmikinn málaflokk gat borið dauðann í sér. Dæmin frá 1956-58 og 1971-74 eru kunn og hvorug stjórnin sat út kjörtímabilið.

En þótt nú sé þannig komið að ríkari sátt sé um veruna í Nató og eftir atvikum um samstarfið í varnarmálum hafa lögmálin um samstarf ekki breyst í grundvallaratriðum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí