Eiginmaður framkvæmdastjóra þingflokks Vinstri grænna lykilmaður í bankasölunni

Ásmundur Tryggvason, framkvæmdastjóri Fyrirtækja og fjárfesta hjá Íslandsbanka, setti sig sérstaklega í samband við regluvörð bankans til að liðka fyrir kaupum starfsmanna bankans. Þetta kemur fram í skýrslu fjármálaeftirlits Seðlabankans. Ásmundur er eiginmaður Önnu Lísu Björnsdóttur framkvæmdastjóra þingflokks Vinstri grænna, en hann keypti 96.108 hluti í Íslands­banka á 11,2 millj­ón­ir og hún keypti einnig, eftir að útboðinu lauk.

Þátttaka starfsmanna bankans átti að vera háð takmörkunum en fyrrnefndur regluvörður gat þrengt tímamörk eða bannað starfsmönnum að kaupa í bankanum. Líkt og fyrr segir setti Ásmundur sig sérstaklega í samband við regluvörð til að ræða kaup starfsmanna í bankanum. Fjármálaeftirlitið segir að þátttaka starfsmanna Íslandsbanka hafi skapað fjölmarga hagsmunaárekstra.  

Ásmundur starfar enn hjá Íslandsbanka en að sögn mbl.is er hann einn fárra sem komu að bankasölunni sem enn starfa hjá bankanum. Í frétt mbl segir enn fremur að honum sé legið á hálsi í sáttinni að hafa ekki framkvæmt sjálfstætt áhættumat á sölunni.

DV fjallaði nokkuð ítarlega um þátt Önnu Lísu í bankasölunni í fyrra. Þar var greint frá því að Anna Lísa hafi keypti 12.658 hluti og hvern hlut á verðinu 79. Hún keypti degi fyrir að opnu hlutafjárútboði lauk. Í tilkynningu Íslandsbanka til Fjármálaeftirlitsins um „viðskipti fjárhagslega tengds aðila“ var greint frá því að Anna Lísa væri fjárhagslega tengd fruminnherja, það er að segja eiginmanni hennar, Ásmundi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí