Forsætisráðuneytið stækkar hraðast

Mikil fjölgun hefur orðið á starfsmönnum stjórnarráðsins í tíð þessarar ríkisstjórnar. Frá 2017 hefur starfsfólkinu fjölgað úr 508 í 651. Það jafngildir að nýtt starf verði til á tæplega tveggja vikna fresti. Hröðust fjölgun er í forsætisráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur eða um 55% á meðan að fjölgunin í heildina er 28%.

Á hæla Katrínar kemur Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra, en starfsmenn ráðuneytis hennar eru nú 36% fleiri en fyrir fimm árum. Starfsfólk umhverfisráðuneytisins hefur fjölgað um 31%, en þar ríkir Guðlaugur Þór Þórðarson, sem áður var utanríkisráðherra. Umhverfisráðuneytið hefur tekið til sín einhvern verkefni frá öðrum ráðuneytum og kann það að skýra fjölgunina.

Og þessi tilflutningur á verkefnum gerir erfitt að skoða fjölgun starfsfólks í einstökum ráðuneytum. Minnst röskun hefur orðið í forsætis-, utanríkis- og fjármálaráðuneyti. Og í því síðasta, þar sem Bjarni Benediktsson, maðurinn með budduna fer með völd, hefur engin fjölgun orðið. Skýringin kann að vera að þar voru margir fyrir. Fjármálaráðuneytið er næsta stærsta ráðuneytið í hausum talið á eftir utanríkisráðuneytinu. Næst kemur mennta- og barnamálaráðuneytið.

Ef við vigtum vægi flokkanna eftir fjölda starfsfólks þá heyra 48% starfsfólksins undir ráðherra Sjálfstæðisflokks, 31% undir ráðherra Framsóknar og 21% undir ráðherra Vg. Samkvæmt þessu fá Framsókn og Vg jafn mikið og Sjálfstæðisflokkurinn einn, þótt flokkarnir tveir hafi komið með 21 þingmann að borðinu en Sjálfstæðisflokkurinn 16.

Launakostnaður hvers starfsmanns er um 1.361 þús. kr. á mánuði. Áætla má að þá séu meðallaunin nálægt 1.135 þús. kr. á mánuði. 55% fjölgun starfsmanna i forsætisráðuneytinu kostað þá um 261 m.kr.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí