Glastonbury hátíðin hætti við sýningu á heimildarmynd um Corbyn

Glastonbury tónlistarhátíðin hætti við sýningu á heimildarmynd um Jeremy Corbyn, Oh, Jeremy Corbyn, The Big Lie. Til stóð að sýna myndina í Pilton Palais, ásamt öðrum myndum, og segja skipuleggjendur hátíðarinnar að markmiðið hafi verið að vekja upp pólitíska umræðu. Glastonbury hefur áður gert slíkt, en skemmst er að minnast þess að fyrir sex árum síðan, eða árið 2017, þá kom Corbyn sjálfur fram á hátíðinni og hélt pólitíska ræðu, við mikinn fögnuð gesta. Hinsvegar hefur hátíðin einnig tekið þátt í því að banna umræðu – eins og á við í þessu tilviki.

Voru það aðallega samtök gyðinga, ásamt ýmsum vinstri mönnum eins og t.d. Paul Mason, sem gagnrýndu harkalega sýningu myndarinnar, vegna þess sem þau sögðu vera samsæriskenningar um gyðinga sem myndin heldur fram. Voru þessar gagnrýnendaraddir svo háværar að skipuleggjendur hátíðarinnar töldu sig knúna til að hætta við sýningu myndarinnar. Vakti þessi ákvörðun þó hörð viðbrögð og mótmæli frá stuðningsmönnum Corbyn.

Corbyn sagði af sér sem formaður breska Verkamannafloksins eftir slæma útreið í kosningunum 2019. Í undanfara kosningana var hann mikið sakaður um fordóma gagnvart gyðingum, eða anti-semitisma, þrátt fyrir að stuðningsmenn hans bendu á að litlar sem engar sannanir væru fyrir slíku. Segja þeir sumir að þessi herðferð gegn honum sé greinilega enn í gangi – löngu eftir að hann hefur sagt af sér.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí