Nýi bankastjórinn lýsti í Landsdómi snúningum Glitnis á Evrópska seðlabankann

Jón Guðni Ómarsson, nýr bankastjóri Íslandsbanka, bar vitni fyrir Landsdómi í málinu gegn Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, og lýsti þar ævintýralegum aðferðum sem Glitnir banki notaði til að afla fjár og forða sér frá hruni. Aðgerðirnar urðu ákafari frá haustinu 2007 og bankinn beitti þeim með vaxandi þunga fram eftir árinu 2008. Þessar aðferðir dugðu ekki sem kunnugt er og Glitnir fór í þrot um haustið. En mánuðina á undan vann Jón Guðni við að pakka verðlitlum lánum inn í sérstök félög, sem síðan gáfu út skuldabréf sem Glitnir lagði inn sem veð í Evrópska seðlabankann til að sækja þangað gríðarlegt fé til halda hinum sökkvandi banka á floti.

Jón Guðni vann þá innan fjárstýringar Glitnis og var fenginn til að leita nýrra fjármögnunarleiða þegar þrengdi að lánamarkaði banka. Glitnir fékk Lehman-bankann til ráðgjafar sem lagði til að hluti af ill seljanlegum eignum bankans yrði komið fyrir í sérstökum félögum í eigu bankans. Þessi félög gáfu síðan út skuldabréf út á þessar hálf-verðlausu eignir. Glitnir lagði þá skuldabréfin inn í Evrópska seðlabankann sem veð og fékk raunverulega peninga á móti. Í yfirheyrslunni í Landsdómi kemur fram að Glitnir fékk með þessum hætti fé út úr Evrópska seðlabankanum sem var var margfalt meira en virði lánanna sem Glitnir setti inn í félögin sem bankinn stofnaði. Veðin sem Glitnir lagði inn í Evrópska seðlabankann voru lítils virði.

Ástæða þess að þetta var hægt var að matsfyrirtækin dönsuðu með, mátu félögin þar sem verðlitlum eignum var komið fyrir í, sem trausta skuldara og skuldabréfin sem þau gáfu út sem trygg. Skuldabréfin runnu því í gegnum Evrópska seðlabankann og Glitnir fékk margfalt meira fé út en ef bankinn hefði selt lánasöfnin með miklum afföllum.

Jón Guðni sagði í vitnaleiðslunni að síðasta árið fyrir Hrun hafi í raun allur fókus bankans farið á svona aðgerðir, leiðir til að finna einhvers staðar fé til að halda bankanum á lífi. Nánast engin áhersla var lögð á ný útlán eða eitthvað sem kalla mætti eðlilega bankastarfsemi.

Jón Guðni er ekki eini bankamaðurinn sem gekk í gegnum þessa tíma þar sem bankarnir gerðu nánast hvað sem var til að halda sér á floti. Flest bankafólkið sem stýrir viðskiptabönkunum í dag starfaði í bankakerfinu fyrir Hrun og er mótað af þeim árum. Það á reyndar við um Seðlabankastjóra líka. Og fjármálaráðherra, sem var fullur þátttakandi í sturluninni á árunum fyrir Hrun.

Í ljósi þessa er kannski ekki að undra að ekkert breytist í fjármálakerfinu. Því er stýrt af þátttakendum frá Hrunsárunum og þau sem eiga að hafa eftirlit með kerfinu og setja því reglur voru sömuleiðis virkir þátttakendur í spilltu fjármálakerfi þessara ára. Það hefur því í raun litlu ef nokkru verið breitt. Og skýrsla fjármálaeftirlitsins sýnir að hugarfarið er það sama.

Í myndbandinu hér að neðan má heyra Jón Guðni Ómarsson, nýjan bankastjóra Íslandsbanka, fyrir rúmum ellefu árum gefa innsýn inn í veröld bankanna. Þar lýsir hann snúningum sem Glitnir beitti á Evrópska Seðlabankann fyrir um fimmtán árum:

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí