Segir veiðileyfi meðal stjórnarflokkanna á Svandísi

„Það er áhugavert að verða öðru sinni vitni að veiðileyfi stjórnarflokkanna á Svandísi Svavarsdóttur ráðherra af þingmönnum stjórnarflokkanna og samràðherrum.“ Þetta segir Helga Vala Helgadóttir, þingkona Samfylkingarinnar, á Facebook og vísar til hitafundar á Akranesi um hvalveiðibannið. Andrúmsloftið á fundinum, sem var á vegum Verkalýðsfélags Akraness, var sagt þrúgandi á Vísi og baulað var á Svandísi eftir að hún lauk máli sínu.

Helga Vala segir að þetta sé ekki í fyrsta skiptið sem meintir bandamenn hennar í ríkisstjórninni hjóla í hana. „Svipað var uppi á teningnum á síðasta tímabili í tryllingnum vegna covid aðgerða og virðist sem það sé bara samþykkt af leiðtoga ríkisstjórnarinnar. Þetta er ekki birtingarmynd hefðbundins skoðanaágreinings heldur er verið að hjóla í ráðherrann af öllu afli af bandamönnum,“ segir Helga Vala.

Hún telur að það megi rekja þessa hegðun til Bjarna Benediktssonar, fjármálaráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins. „Það er einkenni góðs leiðtoga að halda utan um hópinn sinn, ekki í blindni heldur af velvilja og mennsku. Það er svo sannarlega ekki allra að gera það, sumir leiðtogar átta sig ekki á mikilvægi heildar heldur telja snilldina felast í einstaklingskastljósinu, aðrir leiðtogar hafa ekki kjark til að standa með sínu fólki, en ég tel að forsætisràðherra sé ekki slíkur leiðtogi. Þess vegna vekur það nokkra undrun að hún leyfi þessu bara að eiga sér stað aftur. Kannski er það bara vegna þess að Svandís er sterk kona, en sterkar konur þurfa líka stuðning frá sínu fólki,“ segir Helga Vala.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí