Sekt Íslandsbanka 1026 sinnum hærri en samanlagðar sektir við öllum mögulegum umferðarlagabrotum

Segjum að Birna Einarsdóttir bankastjóri Íslandsbanka væri að keyra jeppann sinn talandi í farsímann án handfrjáls búnaðar, með hina sex í framkvæmdastjórn bankans í bílnum og enginn í öryggisbelti, stöðvaði ekki við gangbraut á ljóslausum bíl, gæfi svo í til að komast fram úr. næsta bíl þar sem það er bannað, keyrði of nálægt reiðhjólamanni sem þar væri á ferð og æki svo á móti umferð upp einstefnugötu. Þar næði löggan og léti Birnu blása í áfengismæli þar sem í ljós kæmi að hún væri með þrefalt leyfilegt áfengismagn í andardrættinum. Þá myndi Birna missa prófið í 10 mánuði vegna ölvunaraksturs og í 3 mánuði vegna annarra umferðarlagabrota. Og hún þyrfti að borga 460 þús. kr. sekt.

Svona er listinn yfir (ímynduð) brot Birnu:

UmferðarlagabrotSektPunktar
Ökumaður notar farsíma eða snjalltæki:40.000 kr.1
Öryggisbelti ekki notuð (hvern farþega yfir 15 ára aldri):140.000 kr.7
Gangbrautarréttur ekki virtur:20.000 kr.2
Ljósker eða glitaugu, fyrir hvert óvirkt ljós:20.000 kr.0
Bann við framúrakstri eigi virt20.000 kr.1
Ekið nær reiðhjólamanni en 1,5m:20.000 kr.0
Ekið gegn einstefnu20.000 kr.1
Of margir farþegar (fyrir hvern umframfarþega):40.000 kr.0
0,56 – 0,59 mg/l Vínandamagn í lofti140.000 kr.0*

* Þú missir prófið í 3 mánuði fyrir 12 punkta en í 10 mánuði fyrir þetta áfengismagn.

Afhverju erum við að setja upp þetta dæmi? Jú, það er dæmi um alvarlega og hættulega hegðun sem sektir liggja við. Sektin sem Íslandsbanki féllst á gagnvart fjármálaeftirlitinu var hins vegar 2.609 sinnum hærri en sekt Birnu í þessa ímyndaða dæmi. Og hún missti ekki prófið til að keyra bankann áfram.

Á vef lögreglunnar má sjá sektarreikni þar sem fjöldi umferðarlagabrota er tilgreindur. Ef við leggjum allar þessar sektir saman er upphæðin sem Íslandsbanki var sektaður um 1.026 sinnum hærri. Það segir nokkuð til um alvarleika brotsins.

Rennið yfir þennan lista 1.026 sinnum og þá fáið þið hugmynd um alvarleika brots Íslandsbanka, það er ef eitthvert samræmi er á milli sekta og brota:

UmferðarlagabrotSekt
Ekið gegn rauðu ljósi50.000 kr.
Hjólað gegn rauðu ljósi20.000 kr.
Önnur umferðarmerki eigi virt20.000 kr.
Stöðvunarskylda eigi virt20.000 kr.
Ekið gegn einstefnu20.000 kr.
Bann við framúrakstri eigi virt20.000 kr.
Vistgötur: Ekið hraðar en 15 km á klst.20.000 kr.
Vistgötur: Ekið hraðar en 20 km á klst.40.000 kr.
Ekið á strætóakrein:20.000 kr.
Of stutt bil á milli ökutækja:20.000 kr.
Ekið þannig að ökutæki missi veggrip (t.d. reykspól, drift):20.000 kr.
Svigakstur á tveimur eða fleiri akreinum:20.000 kr.
Ekið nær reiðhjólamanni en 1,5m:20.000 kr.
Biðskylda eigi virt:30.000 kr.
Stöðvunarskylda eigi virt (forgangur annars ekki virtur):30.000 kr.
Gangbrautarréttur ekki virtur:20.000 kr.
Merkjagjöf vanrækt:20.000 kr.
Ökumaður notar farsíma eða snjalltæki:40.000 kr.
Ökuskírteini ekki meðferðis:10.000 kr.
Akstur án gildra ökuréttinda – 1.skipti:40.000 kr.
Akstur án gildra ökuréttinda – 2.skipti:80.000 kr.
Akstur sviptur ökuréttindum:120.000 kr.
Akstu sviptur ökuréttindum:200.000 kr.
Akstur ökutækja þyngri en 3500 án tilskilinna réttinda:60.000 kr.
Hélaðar rúður:20.000 kr.
Ljósker eða glitaugu, fyrir hvert óvirkt ljós:20.000 kr.
Tengibúnaður í ólagi:20.000 kr.
Útblásturskerfi í ólagi:20.000 kr.
Skráningarmerki vantar eða ógreinileg:20.000 kr.
Öryggisbelti ekki notuð:20.000 kr.
Aðili undir 15 ára notar ekki öryggisbúnað:30.000 kr.
Hleðsla eða farmur byrgja útsýni ökumanns, skráningamerki eða ljósbúnað:20.000 kr.
Of margir farþegar (fyrir hvern umframfarþega):20.000 kr.
Óheimil notkun nagladekkja (fyrir hvert dekk)20.000 kr.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí