Stærsta bankasamruna síðan í fjármálakrísunni 2008 lokið – UBS stjórnar nú 5 trilljörðum dollara

Svissneski bankinn UBS hefur lokið yfirtöku sinni á Credit Suisee, öðrum stærsta banka Sviss. Hefur þessi samruni leitt til banka sem er ekki hægt að lýsa öðruvísi en skrímsli – en eftir samrunann er bankinn með jákvæða eiginfjárstöðu uppá 1,6 trilljónir dollara. 

Bankinn mun nú koma til með að hafa yfirsjón yfir 5 trilljónum dollara. Samruninn markar á sama tíma endalok 167 ára sögu Credit Suisse, eins stærsta banka Sviss. En hann hefur verið á endalausu kafi í hneykslis- og spillingarmálum síðustu ár. 

UBS hefur þegar gefið það út að það hyggst skera verulega niður í þeim kringum 120.000 manna starfsfjölda, sem störfuðu hjá báðum bönkum fyrir samrunann. Ásamt því að taka verulega til í efri stjórninni. 

UBS ákvað að koma Credit Suisse til bjargar 19.mars, í samráði við svissnesk yfirvöld sem óttuðust að fall svo stórs banka myndi koma miklu órói á fjármálamarkaði. UBS hefur þannig tekið um þrjá mánuði í að yfirtaka keppinaut sinn gjörsamlega, eitthvað sem telst verulega hratt miðað við hversu stór fyrirtæki er um að ræða.

Samkvæmt fréttum mun einungis um 1/5 starfsmanna Credit Suisse koma til með að starfa áfram hjá hinum nýja banka. Andre Helfenstein, yfirmaður innanlandsviðskipta bankans, er eini háttsetti yfirmaður Credit Suisse sem mun koma til með að halda starfi sínu. 

Samkvæmt spám mun UBS koma til með að sýna fram á gígantískan hagnað á komandi viðskiptafjórðungum. En þessi kaup bankans var á svo gott sem tombóluverði samkvæmt sérfræðingum.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí