Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra sagði í morgun að rétt væri að skoða hvort hægt sé að stytta biðlista hjá Heyrnar- og talmeinastöðinni með því að gera samninga við einkafyrirtæki.
Um tvö þúsund manns bíða eftir þjónustu hjá stöðinni og getur biðin varað í allt að tvö ár. Samstöðin spurði vegfarendur við Mjóddina hvað þeim fyndist um þessa hugmynd.
Slæm reynsla
Halldóra Steina B. Garðarsdóttir og Helga Stígsdóttir sögðu frá reynslu Helgu af Heyrnar- og talmeinastöðinni. „Hún þurfti að fara á aðra læknastöð. Hún var hjá Heyrnar og talmeinastöðinni en hún þurfti að bíða í heilt ár! Þannig að við þurftum að skipta yfir í aðra stöð og kaupa ný heyrnartæki. Það var ekki einu sinni komið að endurnýjun.“ Fréttamaður spurði þá hvort þetta hefði verið dýrt. „Já rándýrt, hún þurfti að borga rúmar 500.000 krónur sjálf.“
Við þurfum á þér að halda
Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.
Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.
Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.
Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.
Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.
Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.