Björn segir Svandísi grafa undan ríkisstjórninni

Björn Bjarnason, Sjálfstæðismaður og fyrrverandi menntamála- og dómsmálaráðherra, segir að ákvörðun Svandísar Svavarsdóttur matvælaráðherra um að stöðva hvalveiðar í sumar hafi „grafið undan stjórnarforystunni“. Þetta segir Björn á bloggi sínu en þar tekur hann saman það helsta, að hans mati, í viðtali Gísla Freys Valdórssonar við Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins og fjármálahagsráðherra, í hlaðvarpinu Þjóðmál.

Í frásögn Björns þá er þessi ákvörðun Svandísar helsta hneyksli ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili. „Um ákvörðun Svandísar er deilt vegna þess hvernig að henni var staðið í ljósi stjórnsýslu og laga um hana. Nú er einnig ljóst að ákvörðun er brot gegn niðurstöðu sem um var samið við myndun ríkisstjórnarinnar. Þegar ráðherra í flokki forsætisráðherra gengur fram á þennan hátt er grafið undan stjórnarforystunni. Nú hefur þingflokksbróðir Svandísar síðan gagnrýnt hana fyrir afstöðu hennar til strandveiða,“ segir Björn.

Á hinn boginn segir Björn að gagnrýni á störf Bjarna sé varla þess virði að ræða: „Leyfi menn verkunum að tala og árangrinum sem náðst hefur að njóta sín eru stór orð gagnrýnendanna í raun léttvæg.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí