Segir jarðefnaeldsneytisfyrirtækin ófær um að breytast

Christiana Figueres, fyrrum framkvæmdastjóri rammagerðar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar, skrifaði nýlega grein þar sem hún segir að jarðefnaeldsneytisfyrirtækin séu gjörsamlega stjórnlaus. Christina spilaði lykilhlutverk í gerð Parísarsamkomulagsins

Í greininni segir hún að hún hafi, meira en flestir sem koma að þessu, haldið í þá von að jarðefnaeldsneytisfyrirtækin myndu átta sig á ábyrgðarhlutverki sínu vegna þess sem er að gerast og bregðast við. Hún hélt dyrunum opnum fyrir þau til að breyta um stefnu. Þetta taldi hún nauðsynlegt til að ná árangri í baráttunni við loftslagsbreytingar af mannavöldum. Hún segir hins vegar að í ljósi þess hvernig þessi sömu fyrirtæki eru að ráðstafa hagnaði sínum undanfarna 12 mánuði hafi breytt skoðun hennar.

Hún minnir á það sem iðnaðurinn ætti að vera að gera með trilljóna dollara hagnað sinn: að stíga frá olíu og gasi, fjárfesta rækilega í endurnýjanlegum orkugjöfum og hraða þróun kolefnisbindingar til þess að draga úr magni koltvísýrings í andrúmsloftinu. 

Í staðinn fyrir að gera það eru stærstu fyrirtækin að draga úr, eða halda jöfnum, sínum fjárfestingum og skuldbindingum í loftslagsmálum á sama tíma og þau eru að fjárfesta  í frekari olíu- og gasleit og í sumum löndum eru fyrirtækin að beita ríkisstjórnir þrýstingi á bak við tjöldin á meðan þau segjast vilja breytingar. 

Jarefnaeldsneytisfyrirtækin verja ennþá gígantískum upphæðum í að grafa upp meira af jarðefnaeldsneyti.

Christina bendir á að þegar forstjórar þessara fyrirtækja eru spurðir út í þessa stórkostlega óábyrgu hegðun segja þeir gjarnan frá því að þau vilji ekki vera fyrst til þess að taka á sig kostnaðinn. Christina segir að þau virðast ekki átta sig á því að tíminn fyrir strategíska leiki sé liðinn, hún segir að hagkerfið sé að verða kolefnishlutlaust sama hvað þau gera. 

Hún bendir á nýlega rannsóknargrein sem sýnir fram á yfirburði endurnýjanlegu orkugjafanna. Samkvæmt Alþjóðlegu orkumálastofnuninni mun heimurinn slá met í nýrri endurnýjanlegri orku á þessu ári eða um 440 GW. Þetta er fjórðungi meira en orkustofnunin bjóst við fyrir sex mánuðum en þróun og uppbygging endurnýjanlegrar orku virðist vera komin á einhvers konar veldisvöxt. Fyrir hvern dollar sem er fjárfest í jarðefnaeldsneyti eru 1.7 dollurum fjárfest í endurnýjanlegum orkugjöfum. Á þessu ári mun heimurinn fjárfesta $1.7 trilljón dollara í hreinni orkugjafa. 

Fjárfestingar í orku á heimsvísu, ljósbláu súlurnar eru endurnýjanleg orka. Bláu jarðefnaeldsneyti

Christina bendir á hvað endurnýjanlegu orkugjafarnir hafa sparað mikið fyrir neytendur, burtséð frá loftslaginu og mengun: Í Evrópusambandinu hefur ný vind- og sólarorka sparað neytendum um 100 milljarða evra á milli 2021 og 2023. Tækninni fleytir fram og verður hagkvæmari með hverju ári. 

Endurnýjanlegir orkugjafar eru í gríðarlegum vexti hvað varðar hagkvæmni en líka framleiðni.

Christina segir að jarðefnaeldsneytin séu að deyja út. Að við munum skipta um orkugjafa en spurningin sé bara hvort þessi fyrirtæki muni hægja það mikið á umbreytingunni að verstu spárnar um loftslagsbreytingarnar rætist. Hún segir að ef það gerist hafi jarðefnaeldsneytisiðnaðurinn rafmagnað framþróun mannkynsins á 20. öldinni en rústað henni á þeirri tuttugustu og fyrstu.


Lesið greinina hér.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí