Hin ríku verða ríkari og hin fátæku fátækari í tíð ríkisstjórnarinnar

Hagstofan birti í morgun gögn úr skattaframtölum síðasta árs og þar sést á yfirlitinu yfir eigið fé að hin efnaðri efnuðust í fyrra en staða hinna fátækari versnaði. Þetta hefur verið reyndin mörg undanfarin ár. Kerfið ýtir undir auðsöfnun þeirra sem eiga peninga en heldur þeim niðri sem ekkert eða sáralítið eiga. Það er sjálft grunnkerfið undir samfélaginu sem veldur þessu og stjórnarstefnan styður við og viðheldur þessu kerfi. Ríkisstjórnin er því ríkisstjórn hinna ríku.

Hér er einfalt súlurit sem sýnir hlutfallslega breytingu á eigin fé tíundanna frá 2021 til 2022.

Þetta er skýr mynd. Það eru tvær þjóðir í landinu. Helmingurinn jók eigið fé sitt í fyrra en helmingurinn tapaði eigið fé. Neðsta tíundin er með neikvætt eigið fé, skuldar meira en hún á. Í fyrra minnkaði skuldin, líkast til fyrst og fremst vegna minna aðgengi að eigin fé.

Ef við stillum þessum upp sem töflu þá var meðaltalsstaða einstaklinga inn í þessum tíundum í fyrra þessi. Upphæðir eru á verðlagi dagsins í dag:

TíundEigið fé 2022Breyting
frá 2021
Hlutfallsleg
breyting
1. tíund-314.039121.68028%
2. tíund59.614-61.724-51%
3. tíund77.411-23.426-23%
4. tíund190.547-30.769-14%
5. tíund936.853-212.351-18%
6. tíund8.596.5081.633.72323%
7. tíund23.998.5815.276.80928%
8. tíund40.590.4977.719.78823%
9. tíund64.671.14611.198.81121%
10. tíund128.007.89622.087.75521%
Meðaltal26.681.5194.771.02822%

Þarna sést að skuld lægstu tíundarinnar lækkar en eigið fé næstu tíunda lækkar. Það er ekki fyrr en í 6. tíund sem eigið fé hækkar og eftir það hlutfallslega jafn mikið. En alls ekki jafn mikið í krónum talið. Þau sem áttu mest juku mest við eign sína. Í efstu tíund bættist að meðaltal um 1.840 þús. kr. við eigina í hverjum mánuði á meðan þau í 5. tíund sáu á eftir um 17.700 kr. af eignum sínum á mánuði.

Þetta graf sýnir hvernig aukning eigin fjár skiptist á milli tíunda:

Þarna sést að fólk í 8. og 9. tíund fá góða aukningu umfram fjölda í hópnum en allra mest rennur til efstu tíundarinnar.

Þetta ætti svo sem ekki að koma neinum á óvart. Það er ójöfnuður í samfélaginu og kerfið viðheldur honum og ýkir hann svo að þau sem eru efnuð efnast meira en þau sem eru blönk. Hin blönku verða blankari, jafnt og þétt.

Eignaójöfnuður er ekkert síður mikilvægur en tekjujöfnuður, jafnvel enn mikilvægari. Það sést á húsnæðismarkaði hversu miklu máli eignir skipta. Þau sem eiga hús sín skuldlaus standa ekki bara betur efnahagslega heldur standast miklu betur efnahagsleg áföll. Hin skuldugu lenda strax í vanda þegar verðbólga vex og vextir hækka. Og þau sem eru á leigumarkaði fá allar verðhækkanir í hnakkann, verðbólgan grefur fljótt undan lífskjörunum þeirra.

Bætt eiginfjárstaða lægstu tíundar byggir á því að fólkið þar skuldar minna. Og ástæðan er að staða þess versnar svo að það fær ekki að skulda meira. Það er ekki að greiða niður lán sín með bættri afkomu, það hefur verið girt fyrir aðgengi þessa fólks að nýjum lánum. Þetta er því í reynd ekki betri efnahagsleg staða, líklega umtalsvert verri

Hér má sjá breytingar á eigið fé tíundanna frá því fyrir cóvid. Grafið sýnir vel að fólk í efri millistétt hefur aukið aðeins við eignir sínar en efnahagsstefnan og aðgerðir ríkisstjórnarinnar í gegnum cóvid bættu fyrst og fremst stöðu þeirra allra best settu. Og helmingur þjóðarinnar náði ekki að bæta stöðu sína neitt.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí