Metfjöldi farþega yfir Atlandshafið þrátt fyrir verðhækkun

Betur settir bandarískir neytendur virðast enn eiga eftir sparnað frá cóvid-árunum og neysla þeirra er í hæstu hæðum. Þetta kemur ekki síst fram í flugi yfir Atlantshafið, sem er kjarninn að viðskiptamóteli bæði Icelandair og Play sem nú sýna skárri afkomu en undanfarin ár. Kaupgeta betur settra Bandaríkjamanna hefur verið lykillinn að hraðri fjölgun ferðamanna á Íslandi, kjarninn í ofþenslu ferðaþjónustunnar.

Vöxturinn á ferðum yfir hafið er mikill. Verð á flugmiðum hefur hækkað um 30% að meðaltali. Tekjur bandaríska flugfélagsins United hækkuðu um 42% og Delta um 65%. British Airways skilaði methagnaði. Kreditkortaeyðsla Bandaríkjamanna í Evrópu er nú 54% hærri en var fyrir cóvid. Í tilkynningu frá skemmtiferðaútgerðinni Royal Caribbean sagði að eftirspurnin væri slík að skip félagsins væru keyrð af fullu.

Þetta er graf frá Financial Times sem sýnir tekjur stærstu flugfélaga Bandaríkjanna og Evrópu. Þarna sést að vöxturinn núna er í reynd uppbót fyrir fallið í cóvid. Tekjur félagana eru líka mynd af buddu betur settra neytenda. Þega kúfurinn eftir cóvid hjaðnar má búast við ferðalög endurspegli aftur aflið í hagkerfunum, ekki sparnað neytenda.

Frá umhverfissjónarmiði eru aukin ferðalög ekki góðar fréttir. Flugferðir og sigling skemmtiferðaskipa eru miklir mengunarvaldar. António Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, sagði í vikunni að við værum ekki lengur að glíma við hnattræna hlýnun af mannavöldum heldur hnattræna hraðsuðu.

En heldur þetta áfram? Ólíklega. Auka sparnaður betur settra bandarískra neytenda er að klárast. Og það sama á við um neytendur um allan heim þótt hann hafi verið ástæða þess að Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn hækkaði spá sína um hagvöxt á þessu ári. En ekkert hagkerfi er að skila þeim hagvexti og launahækkunum sem getur tekið við þegar sparnaður hinna betur settu tæmist. Vöxturinn nú er ekki merki um bætta efnahagslega stöðu heldur fyrst og fremst ris vegna falls á tímum cóvid.

Velta má fyrir sér hver staða íslensku flugfélaganna verður þegar þessi bóla hjaðnar. Rekstur Play skilaði aðeins 57 m.kr. rekstrarhagnaði á öðrum ársfjórðungi, en þegar vaxtakostnaður er talinn með var tapið 710 m.kr. Afkoma Icelandair var mun betri en hagnaðurinn á þessu ári mun þó ekki bæta upp tap undanfarinna ára. Ef spár um samdrátt í flugi ganga eftir mun kreppa að rekstri íslensku félagana og samkeppni um farþega aukast, sætanýting versna og afkoma dragast saman.

Það er vert að hafa þetta í huga þessa dagana þegar forstjórar Play og Icelandair tala út frá skárri afkomu í ár en í fyrra. Lykilatriði í bættri afkomu er auka sparnaður betur settra bandarískra neytenda. Það er ekki sjálfbær uppspretta, ekki virkjun endurnýtanlegra tekjustrauma heldur fremur eins og námuvinnsla. Einn daginn tæmist auðlindin.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí