Mótmælahreyfing bænda mælist stærsti flokkurinn í Hollandi

Stjórnarflokkarnir í Hollandi hafa allir tapað miklu fylgi og það horfir ekki vel fyrir þá í komandi kosningum, sem haldnar verða í haust. Hægri flokkarnir fjórir eru með 78 þingmenn af 150 á hollenska þinginu. Samkvæmt nýrri könnun fengju þeir aðeins 40 þingmenn, misstu næstum helminginn af þingliðinu. Og stór hluti af fylgi ríkisstjórnarflokkanna mælist nú hjá BorgaraBandalagiBænda BBB, hægri popúlískum stjórnmálaflokki sem var stofnaður stuttu fyrir kosningar 2019 á grunni víðtækra mótmæla bænda gegn lögum sem takmarka áttu búskap í Hollandi til að draga úr losun kolefnis.

Í kosningunum 2019 fékk BBB einn þingmann, stofnanda flokksins Caroline van der Plas. Hún er blaðakona og var félagi í Kristilega demókrataflokknum, en stofnaði BorgaraBandalagBænda þegar mótmælin brutust út. Í apríl mældist flokkur hennar með fylgi sem nægði fyrir 36 þingmönnum. Fylgið hefur lítillega gefið eftir, en flokkurinn mælist nú með 27 þingmenn, sjö þingmönnum meira en Þjóðarflokkur Mark Rutte.

Hollensk stjórnmál eru áhugaverð fyrir margar ástæður. Landið eitt kjördæmi og því eru flokkarnir margir og margvíslegir. Í hollenskum stjórnmálum hafa kristilegir flokkar en mikil áhrif, enda sterk Kalvinísk hefð í landinu. Verkamannaflokkurinn, sósíaldemókratíski flokkurinn sem hafði mótandi áhrif á hollensk stjórnmál á eftirstríðsárunum, hrundi eftir efnahagshrunið 2008 og er nú vart svipur hjá sjón. Uppgangur hægri popúlista hefur verið öflugri í Hollandi en víðast annars staðar í Norðvestur-Evrópu. Og þar hafa verið stofnaðir flokkar um málefni, áherslur og hagsmuni sem annars staðar hafa ekki verið eins áberandi.

Og BorgaraBandalagBænda er einn þessara flokka, spratt upp úr mótmælahreyfingu gegn kvöðum á landbúnað. Þetta er hægri popúlískur flokkar. BBB er skeptískur á Evrópusambandið, vill ekki hætta aðild en hins vegar draga úr völdum Brussel. Flokkurinn vill setja skorður við flóttamannastraumi til Hollands. Hann vill fá landsbyggðarráðuneyti sem staðsett yrði utan Den Haag. Flokkurinn vill verja landbúnað og Caroline van der Plas hefur lýst Flokk dýranna, dýraverndunarflokk, sem sinn helsta andstæðing.

BBB fékk 1% atkvæða í kosningum til fulltrúadeildarinnar 2019 og einn þingmann af 150. Í fylkiskosningum í mars á þessu ári fékk flokkurinn flest atkvæði allra flokka, rúm 19% atkvæða yfir landið allt. Í dreifðari byggðum vel yfir 30%. Í kosningum til öldungadeildarinnar í maí á þessu ári fékk flokkurinn tæp 21% atkvæða, miklu meira en næsti flokkur, Þjóðarflokkurinn sem fékk aðeins rúm 12%. BBB fékk 16 þingmenn af 75 í öldungadeildina en Þjóðarflokkurinn aðeins tíu. Þetta er því ótrúlegur vöxtur á nýjum flokki.

Hollendingar virðast vera að missa trú á stofnanastjórnmálunum. Fyrst féll sósíaldemókratíski flokkurinn og nú er hefðbundna hægrið að hrynja.

Hér má sjá stöðuna á hægri flokkunum sem mynda ríkisstjórnina í könnunum fyrir kosningarnar í vor:

FlokkurSkamm-
stöfun
Þingmenn
samkvæmt
könnun
Þingmenn
í kosningum
2019
Mismunur
ÞjóðarflokkurinnVVD2034-14
Demókratar 66D661024-14
Kristilegir demókratarCDA615-9
Kristilega sambandiðCU45-1
Hægri ríkisstjórnin alls:4078-38

Þetta er algjört hrun. Fylgistapið er á pari við fylgishrun Vg og Framsóknar á Íslandi.

Ef við tökum næst mið-vinstri flokka, umhverfissinna og vinstriflokka þá er staða þeirra þessi:

FlokkurSkamm-
stöfun
Þingmenn
samkvæmt
könnun
Þingmenn
í kosningum
2019
Mismunur
Hugsaðu!DENK23-1
VerkamannaflokkurinnPvdA1192
Vinstri grænirGL1486
Flokkur dýrannaPvdD1064
SósíalistaflokkurinnSP89-1
SamstaðaBIJ1110
Frá miðju til vinstri alls:463610

DENK er flokkur með rætur í tyrkneska samfélaginu og BIJ1 er líka flokkur innflytjenda, leiddur af Sylvana Simons sem er ættuð frá Súrínam eins og svo margir Hollendingar. Vinstri-grænir eiga rætur í Kommúnistaflokki Hollands og róttækum vinstri sósíalískum flokkum og sömuleiðis Sósíalistaflokkurinn, þar sem ræturnar liggja aftur til flokka sem voru á línu Maó fyrir hálfri öld. Verkamannaflokkurinn var lengst af með 20 til 25 þingmenn en féll saman eftir Hrun, er eilítið að ná sér aftur. Og Flokkur dýranna var stofnaður eftir aldamót, var smár til að byrja með en hefur vaxið hratt á síðustu árum.

Flokkar sem flokka má sem miðjuflokka fá 7 þingmenn samkvæmt könnunum. Þetta eru Evrópusinnaflokkurinn Volt og flokkur eftirlaunafólks 50+. Aðrir miðjuflokkar mælast ekki inni.

Þá er komið af flokkum sem eru hægra megin hefðbundna hægrið og kristilega hægrið.

FlokkurSkamm-
stöfun
Þingmenn
samkvæmt
könnun
Þingmenn
í kosningum
2019
Mismunur
BorgaraBandalagBændaBBB27126
FrelsisflokkurinnPVV1417-3
Rétta svarið 21JA21734
LýðræðisvettvangurinnFvD58-3
SiðbótarflokkurinnSGP330
Mikilvægi HollandsBVNL101
Nýja hægrið alls:573225

Þetta er orðið stærsta blokkinn í hollenskum stjórnmálum. Þarna eru auðvitað ekki allir á sama máli. En þetta eru flokkar sem hafa sótt fylgi til þeirra sem ekki eru sátt með þróun samfélagsins, nokkuð sem vinstrinu hefur tekist síður. Segja má að Frelsisflokkur Geert Wilders hafi rutt brautina, en hann fékk 24 þingmenn 2010 og varði fyrstu ríkisstjórn Mark Rutte vantrausti. Aðrir flokkarnir eru enn utar til hægri en Frelsisflokkurinn. En aðrir, t.d. BBB, yrðu líklega skilgreindir nær miðjunni, sem einskonar Flokkur fólksins frekar en Miðflokkur.

Það er því að stillast upp staða í Hollandi sem fer að verða kunnugleg í evrópskum stjórnmálum. Vinstrið og mið-vinstrið er of veikt til að ná meirihluta og á engan kost á ríkisstjórn nema í samsteypustjórn með klassíska hægrinu. Klassíska hægrið getur hins vegar valið á milli rauð-blárrar stjórnar með vinstrinu eins og á Íslandi og í Danmörku, eða svart-blárrar með ysta hægrinu. Og það eru síðartöldu ríkisstjórnirnar sem eru að taka yfir Evrópu. Það er ein slík nýmynduð í Svíþjóð, önnur í Finnlandi, enn önnur á Ítalíu og reikna má með slíkri stjórn á Spáni eftir kosningar þar í sumar. Og í Hollandi í haust.

Myndin er frá mótmælum bænda í fyrra. Á spjaldinu á fremsta traktornum segir kýrin við kálfinn sinn: Komdu barnið mitt, við erum ekki lengur velkomin í þessu landi.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí