Ríkisstjórnin hangir saman á óttanum við kjósendur

Jóhann Páll Jóhannsson, þingmaður Samfylkingarinnar, segir í færslu á Facebook að ríkisstjórnin sé í raun orðin óstjórnhæf. Því megi vel segja að nú sé ríki algjört stjórnleysi á Íslandi en það eina sem haldi ríkisstjórninni saman nú er ótti við kosningar. Öllum þremur stjórnarflokkum er spáð miklu fylgistapi.

„Ríkisstjórnin getur ekki stjórnað landinu lengur. Þetta er að koma betur og betur í ljós. Þau geta ekki unnið saman og það ríkir stjórnleysi og stefnurek í veigamiklum málum sem brenna á þjóðinni: efnahags- og velferðarmálum, heilbrigðismálum, orkumálum, útlendingamálum og svona mætti lengi telja,“ segir Jóhann Páll.

Hann segir að stjórnarflokkarnir óttist verulega að ganga til kosninga. „Nú hangir ríkisstjórnin fyrst og fremst saman á óttanum við kjósendur. Sameiginlegum ótta við að mæta fólkinu í landinu í kosningum. Þetta er það sem stjórnarflokkarnir eiga helst sameiginlegt um þessar mundir – og fyrir vikið getur ríkisstjórnin hvorki lifað né dáið. Þetta er komið gott.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí