Segir Sigurð Inga vera með öngulinn í rassinum

„Sigurður Ingi Jóhannsson safnaði til sín verkefnum eins og hann gat inn í innviðaráðuneytið. Nú stendur hann eftir með öngulinn í rassinum. Engir peningar til, ekki einu sinni til að laga lífshættulega vegi. Um allt land. Óburðug staða hjá ráðherranum,“ skrifar Sigurjón Magnús Egilsson á vef sinn Miðjuna.

Hann fjallar þar um veika stöðu Sigurðar Inga sem hann segir birtist oftar en nokkur annar með glærusýningar í fréttatímum. „Rogginn segir hann þá frá því sem fram undan er. Vandi Sigurðar er Bjarni fjármálaráðherra. Hann skammtar of naumt til að Sigurður Ingi geti fylgt eftir því sem hann hefur kynnt fyrir okkur með glærusýningunum,“ skrifar Sigurjón.

„Pen­ing­ar eru af skorn­um skammti hjá Vega­gerðinni og sveit­ar­fé­lög­um. Þar spila vænt­an­lega inn í verðbólga og vaxtastig og kreppu­ástandið hjá sveit­ar­fé­lög­un­um,“ vitnar Miðjan í Sigþór Sig­urðsson fram­kvæmda­stjóra malbikunarfyrirtækisins Colas úr Mogga dagsins. Sigþór segir að nú stefni verkleysu þar sem hvorki ríki né sveitarfélög hafi efni á viðhaldi vega og gatna.

„Það eru eng­in verk kom­in af stað. Reykja­nes­braut og Arn­ar­nes­veg­ur eru ekki kom­in af stað og í raun­inni er ekki búið að bjóða neitt meira út. Þetta er fyrsta árið hjá okk­ur frá hru­nár­un­um þar sem við erum í raun og veru að horfa fram á mik­inn sam­drátt og fækk­un starfs­fólks snemma í haust,“ segir Sigþór í Mogganum.

Meira úr Moggafréttinni: „Mörg ár þarf til að koma ástandi vega í viðun­andi horf. Viðhald á veg­um hins op­in­bera, hvort sem er á veg­um eða bygg­ing­um, er ekki vin­sælt viðfangs­efni meðal stjórn­mála­manna að mati fram­kvæmda­stjór­ans. Það stefni í óefni. Hann seg­ir að op­in­ber fyr­ir­tæki van­ræki viðhald sem birt­ist fólki í myglu í fjöl­mörg­um bygg­ing­um. „Þetta er ekki það vin­sæl­asta meðal stjórn­mála­manna en menn verða að vakna til lífs­ins um að það þurfi að halda við eign­um sín­um,“ seg­ir hann.“

Sjá skrif Sigurjóns á Miðjunni: Sigurður Ingi með öngulinn í rassinum.

Sigurjón fjallaði um Sigurð Inga og aðra forystumenn ríkisstjórnarinnar og stöðu flokkanna við Rauða borðið í vikunni. Þá umfjöllun má sjá í spilaranum hér að neðan.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí