Seðlabankastjóri segir andlega líðan hafa versnað: „Fólk vill fá lífsfyllingu með öðrum hætti en efnishyggju“

Eins furðulegt og það kann að hljóma þá hélt Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri ræðu á Hólahátið um helgina þar sem hann talaði gegn efnishyggju á Íslandi. Ásgeir sagði meðal annars að andlega vanlíðan hafa aukist hratt meðal ungs fólks. Hluti af ræðu hans var birt í Morgunblaðinu í dag.

Ásgeir talaði meðal annars gegn samfélagsmiðlum en ummæli hans um „tásumyndir á Tenerife“ eru löngu orðin fræg. „Nú erum við orðin rík þjóð. Allir eiga tölvu eða snjallsíma og eiginlega þurfum við ekki meira af tækjum. Við eyðum nú peningunum helst í upplifun – líkt og utanlandsferðir. Síðan birtum við myndir af okkur á samfélagsmiðlum – sem sýna þessar upplifanir okkar. Raunar er risin upp ný stétt áhrifavalda sem sýnir fylgjendum sínum hvernig eigi að nýta tímann og njóta lífsins,“ sagði seðlabankastjóri.

Ásgeir talaði enn fremur gegn efnishyggju, „þar sem fólk vill fá lífsfyllingu með öðrum hætti en efnishyggju“. Seðlabankastjóri sagði enn fremur freistandi að benda á samfélagsmiðla sem ástæðu þess að andleg vanlíðan væri að aukast. Ég ætla ekki að þykjast vita hvað hefur nákvæmlega gerst, en það hefur gerst hratt. Árið 2014 taldi 81% unglinga í 8.-10. bekk gagnfræðaskóla geðheilsu sína góða í könnunum. Árið 2021 var þetta hlutfall komið niður í 57%. Ég gæti hér þulið upp heilan hafsjó af svipuðum tölum – sem segja nákvæmlega hið sama: Andleg líðan ungs fólks hefur versnað stórlega,“ sagði Ásgeir.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí