Franska ríkisstjórnin bannar hreyfingu últra-hægrisinnaðra kaþólikka

Innanríkisráðherra Frakklands, Gérald Darmanin, hefur lýst því yfir að últra-hægrisinnaða hreyfingin Civitas verði bönnuð vegna gyðingaandúðar. Civitas, sem talið er að hafi allt að 165 þúsund stuðningsmenn, hefur verið áberandi á ysta hægri væng franskra stjórnmála, studdi meðal annars forsetaframboð Eric Zemmour í fyrra.

Tilefni bannsins eru fyrst og fremst ummæli Pierre Hillard, eins helsta hugmyndafræðings Civitas, á landsþingi hreyfingarinnar í fyrra mánuði. Þar benti hann á að gyðingar og aðrir minnihlutahópar hefðu ekki talist til Frakka fyrir byltinguna 1789, verið flokkaðir sem villutrúarmenn. Við ættum kannski að taka aftur upp þær reglur sem giltu fyrir 1789, sagði Hillard.

Civitas er skráð stjórnmálahreyfing og fær sem slík styrki frá ríkinu, eins og títt er í flestum löndum. Hreyfingin var stofnuð 2013 og stefndi á framboð til þings og sveitarstjórnar en náði ekki árangri og hefur síðan einkum staðið fyrir mótmælum og áróðri. Markmiðið er að endurreisa kristin áhrif í Evrópu, að samfélögin þar byggi á kristnum grunni og öll lagasetning sé byggð á kristinni arfleið. Þetta er því hreyfing sem vill kannski ekki stefna að klerkaveldi, en svo gott sem.

Civitas er á móti þungarrofi og samvistum samkynhneigðra, hafnar kynjafræðum og hefur mótmælt fyrir utan leikhús vegna sýningar sem hreyfingin telur ókristilegar.

Eftir ummæli Hillard í fyrra mánuði fordæmdu samtök gyðinga Civitas. „Það er ekkert pláss fyrir gyðingahatur í landi okkar,“ sagði Darmanin innanríkisráðherra þá í færslu á samfélagsmiðlum. „Ég fordæmi þessi fyrirlitlegu ummæli og mun vísa þeim til ríkissaksóknara.“

Og á meðan vinnur ríkisstjórnin að því að banna og leysa upp hreyfinguna.

Myndin er af félögum í Civitas við mótmæli sín.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí