Guðfinnur segir Félag Sjálfstæðismanna um fullveldismál vera „áróðursmaskína fyrir Rússa“

Guðfinnur Stefán Halldórsson, oftast kallaður Guffi bílasali, hefur lengi talist meðal þeirra sem eru lengst til hægri á Íslandi. Ekki þarf að nefna annað en að hann keyrir um á bíl með einkanúmerinu Rommel því til stuðnings. Einkanúmerið vísar í Erwin Rommel, hershöfðingja nasista í seinni heimsstyrjöldinni.

Guðfinnur upplýsir á Facebook að hann hafi sagt sig úr Félagi Sjálfstæðismanna um fullveldismál. Félagið var stofnað árið 2019 og var strax gagnrýnt fyrir fasískt myndmál í auglýsingu um stofnfundinn. Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, var kjörinn formaður félagsins þegar það var stofnað.

Samkvæmt lögum félagsins er markmið þess að „efla samhug sjálfstæðismanna um fullveldið með því að halda til haga og verja, með fræðslu og upplýsingu, þau grunngildi Sjálfstæðisflokksins um frjálsa og fullvalda þjóð.“

Líkt og fyrr segir hefur Guðfinnur ákveðið að segja sig úr þessu félagi en ástæða þess er einna áhugaverðust. Hann segir að félagið sé stýrt af stuðningsmönnum Pútíns og Rússlands. Guðfinnur skrifar:

„Hef sagt mig úr samtökum sem kallast .Félag sjálfstæðismanna um fullveldismál is.þetta er áróðusmaskína fyrir Rússa og þar hef ég ekkert að gera sem gamall Heimdellingur.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí