Lágmarkslaun á Íslandi þyrfti að hækka um 43% til að jafna kjör svissnesks láglaunafólks

Ráðafólk á Íslandi heldur því að almenningi að laun hér séu hærri en annars staðar. Svo er ekki og er auðvelt að sýna fram á það. Lágmarkslaun í Sviss eru t.d. allt að 24 frönkum á tímann, sem gera um 3.623 íslenskra krónur. Lægsti taxti Starfsgreinasambandsins er 2.321 kr. á klukkustund. Ef hækka ætti lægstu laun á Íslandi til jafns við það sem er í Sviss þyrfti að hækka þau um 56%. Svo langt er í að laun á Íslandi séu álíka og í Sviss, þar sem lágmarkslaun eru hæst í heimi.

Verðlag í Sviss er reyndar hærra en á Íslandi. Mismunurinn er 8,6%. Til að kaupmáttur lægstu launa á Íslandi yrði jafn og kaupmáttur lægstu launa í Sviss væri nóg að hækka lægstu laun á Íslandi um 43%. Og finnst kannski sumum nóg.

Sé miðað við fulla vinnu, 173,33 klukkustundir á mánuði, jafngilda lægstu laun í Sviss 573.883 kr. miðað við íslenskt verðlag. Lægstu laun á Íslandi skila með sömu forsendum 402.235 kr. Mismunurinn er tæplega 172 þúsund krónur. Fólk getir rétt ímyndað sér hversu miklu það myndi muna fyrir íslenskt launafólk að fá slíka hækkun.

Í fyrra var landsframleiðsla á mann meiri í Sviss en á Íslandi, 12,2 m.kr. í Sviss á móti tæplega 9,7 m.kr. á Íslandi. Jafnvel þótt við tækjum tillit til þessa þá jafngilda svissnesku lágmarkslaunin rúmlega 454 þús. kr. á Íslandi að teknu tilliti til lægra verðlags og lægri landsframleiðslu á mann. Eftir sem áður yrði að hækka íslensku launin um 13% svo þau yrði sambærileg og þau svissnesku. Þá væri fólk að sætta sig við að landsframleiðsla á mann yrði áfram lægri en í Sviss, sem engin ástæða er til að gera.

Í gær var dregið fram hér á Samstöðinni að laun á Íslandi væri mun lægri en lágmarkslaun í tilteknum atvinnugreinum í Noregi. Miðað við þann samanburð þyrfti að hækka laun ræstingarfólks á Íslandi um 32%, sérhæfð fiskvinnslufólks um 34% og sérhæfðra byggingaverkamanna um 44%.

Noregur og Sviss eru utan Evrópusambandsins eins og Ísland. Í þessum löndum er verðlagt hátt en líka laun, og lægstu laun mun hærri en á Íslandi. Svo íslenskt láglaunafólk búi við sambærileg kjör og láglaunafólk í þessum löndum þarf að hækka laun á Íslandi rausnarlega, um 40% og þar umfram.

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí