Mennirnir sem voru handteknir á Hinsegin dögum í Reykjavík eru nasistar

Mennirnir sem voru handteknir á laugardaginn í Reykjavík og eru grunaðir um að breiða út hatursboðskap voru merktir með nasistatáknum sem og öðrum táknum tengdum hægri öfgahyggju. Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn greinir frá þessu í samtali við RÚV. Líkt og Samstöðin hefur áður greint frá þá voru þrír menn handteknir, en síðar hefur komið í ljós að einn þeirra tengdist málinu lítið.  

Ævar segir að mennirnir hafi verið handteknir eftir að lögreglu barst tilkynning um menn klædda og merkta með nasistatáknum. Eftir að þeir voru handteknir fann lögregla regnbogafána í bíl þeirra og húsnæði. Einnig fann lögreglan mikið magn af límmiðum með hatursfullum skilaboðum. Mennirnir eru grunaðir um að hafa skorið niður regnbogafána í aðdraganda gleði göngunnar.

„Við erum að skoða og rannsaka þetta út frá almennum hegningarlögum 233. grein A sem fjallar um haturstjáningu og eins hvort það séu tengsl þarna á milli mannanna sem voru handteknir á laugardag og þessara atvika,“ segir Ævar Pálmi

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí