Mennirnir sem voru handteknir á laugardaginn í Reykjavík og eru grunaðir um að breiða út hatursboðskap voru merktir með nasistatáknum sem og öðrum táknum tengdum hægri öfgahyggju. Ævar Pálmi Pálmason aðstoðaryfirlögregluþjónn greinir frá þessu í samtali við RÚV. Líkt og Samstöðin hefur áður greint frá þá voru þrír menn handteknir, en síðar hefur komið í ljós að einn þeirra tengdist málinu lítið.
Ævar segir að mennirnir hafi verið handteknir eftir að lögreglu barst tilkynning um menn klædda og merkta með nasistatáknum. Eftir að þeir voru handteknir fann lögregla regnbogafána í bíl þeirra og húsnæði. Einnig fann lögreglan mikið magn af límmiðum með hatursfullum skilaboðum. Mennirnir eru grunaðir um að hafa skorið niður regnbogafána í aðdraganda gleði göngunnar.
„Við erum að skoða og rannsaka þetta út frá almennum hegningarlögum 233. grein A sem fjallar um haturstjáningu og eins hvort það séu tengsl þarna á milli mannanna sem voru handteknir á laugardag og þessara atvika,“ segir Ævar Pálmi