Sjálfstæðismenn hafa misst klefann: „Er verið að ræða hvernig á að ná verðbólgunni niður? NEI“

Tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens segir að Sjálfstæðismenn séu búnir að missa öll tengsl við þjóðina. Í færslu sem hann birtir á Facebook bendir Bubbi réttilega á að Sjálfstæðismenn séu uppteknir við að velta sér upp úr hvalveiðum meðan verðbólga og lág laun rýja almenning inn að skinni.

„Er verið að ræða stuðning við barnafjölskyldur, ungt fólk sem getur ekki keypt sér fyrstu íbúð? Er verið að ræða hvernig á að ná verðbólgunni niður? Er verið að ræða hvernig við getum hjálpað þeim lægst launuðu? NEI,“ skrifar Bubbi og heldur áfram:

„Það er verið að ræða hvernig sé hægt að starta hvalveiðum aftur og klína vantrauststillögu á Svandísi Svavarsdóttur. Sjálfstæðismenn hafa misst klefann. Þetta er efst í þeirra huga. Lífið er dásamlegt hjá mörgum en ekki öllum og sýnist sýnist það hjá Sjálfstæðimönnum þessi dægrin vera ömurlegt.“

Við þurfum á þér að halda

Þú getur tekið þátt í að byggja upp öflugum fjölmiðli.

Samstöðin er í eigu lesenda, áhorfenda og áheyrenda. Með því að gerast áskrifandi getur þú orðið félagi í Alþýðufélaginu og þar með eigandi að Samstöðinni.

Áskrifendur borga fyrir það efni sem þeir nota en tryggja í leiðinni að aðrir geti notið þess. Þetta er því ekki eigingjörn áskrift heldur rausnarleg og samfélagslega ábyrg.

Samstöðin byrjaði sem umræðuþættir á Facebook en er nú orðinn að fréttavef, útvarps- og hlaðvarpsþáttum, skoðanapistlum og sjónvarpsdagskrá.

Við trúum að Samstöðin skipti máli fyrir samfélagið, að það sé þörf fyrir róttæka umræðu um málefni sem snerta fólk út frá sjónarhóli og hagsmunum almennings.

Ef þú ert sama sinnis skaltu endilega gerast áskrifandi að Samstöðinni og þar með einn af eigendum hennar.

Þitt framlag skiptir máli.

Ég vil styrkja Samstöðina arrow_forward

Rauða borðið
í beinni
Rauða borðið, 24. maí